Vatnsleki í Skálarhlíð

Málsnúmer 2211098

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 768. fundur - 22.11.2022

Lagt fram minnisblað deildarstjóra tæknideildar er varðar vatnsleka í Skálarhlíð.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð þakkar deildarstjóra tæknideildar fyrir minnisblaðið. Bæjarráð lýsir yfir áhyggjum með ástand húsnæðisins við Hlíðarveg 45. Ljóst hefur verið að töluverð viðhaldsþörf er til staðar og óskar bæjarráð eftir því að tæknideild ráði sérfræðing til þess að gera úttekt á ástandi húsnæðisins og leggja fyrir bæjarráð ásamt kostnaðarmati og/eða áætlun.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 780. fundur - 28.02.2023

Lagt fram tilboð frá VSÓ í ástandsskoðun á Skálarhlíð.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að taka tilboði VSÓ í ástandsmat á ytra og innra byrði fasteignarinnar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 793. fundur - 06.06.2023

Lögð fram skýrsla VSÓ ráðgjafar um ástandsmat á innra og ytra byrði Skálarhlíðar ásamt kostnaðarmati.
Lagt fram til kynningar
Bæjarráð fagnar því að skýrslan sé komin fram. Bæjarráð felur tæknideild að gera framkvæmdaáætlun þar sem brugðist er við niðurstöðum skýrslunnar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 796. fundur - 07.07.2023

Lagt fram minnisblað deildarstjóra tæknideildar vegna framkvæmdaáætlunar á viðhaldi Skálarhlíðar skv. ástandsmati VSÓ.
Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar
Bæjarráð þakkar deildarstjóra fyrir minnisblaðið og samþykkir forgangsröðunina hvað varðar þau verk sem farið skal í á árinu 2023. Deildarstjóra tæknideildar falið að koma þeim verkþáttum í framkvæmd. Málinu að öðru leyti vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2024.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 805. fundur - 29.09.2023

Deildarstjóri tæknideildar óskar eftir heimild bæjarráðs til þess að bjóða út endurnýjun á þakjárni ásamt endurbótum á inndregnum svölum á 2 og 3 hæð Skálarhlíðar.
Samþykkt
Bæjarráð veitir deildarstjóra tæknideildar heimild til útboðs.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 807. fundur - 13.10.2023

Tilboð voru opnuð fimmtudaginn 12 október í verkið "Siglufjörður - Dvalarheimili aldraða - Endurnýjun þaka og þaksvala" Eftirfarandi tilboð bárust:
Berg ehf 69.580.327
L7 verktakar 89.997.000
Kostnaðaráætlun 64.395.700
Samþykkt
Í samræmi við tillögu deildarstjóra þá samþykkir bæjarráð að taka tilboði lægstbjóðanda.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 808. fundur - 20.10.2023

Viðauki lagður fram.
Bæjarráð samþykkir viðaukann fyrir sitt leyti og vísar honum til bæjarstjórnar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 820. fundur - 09.02.2024

Lagðar fram til kynningar verkfundargerðir nr.1 og 2 vegna endurbóta á svölum og þökum í Skálarhlíð.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 833. fundur - 07.06.2024

Lagðar fram til kynningar verkfundargerðir nr.3 og 4 vegna endurbóta á svölum og þökum í Skálarhlíð.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.