Bæjarráð Fjallabyggðar

761. fundur 04. október 2022 kl. 08:15 - 09:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir varaformaður, D lista
  • Sæbjörg Ágústsdóttir varamaður, A lista
  • Helgi Jóhannsson aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Sigríður Ingvarsdóttir bæjarstjóri
  • Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Fundargerð ritaði: Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Erindi frá Hestamannafélaginu Glæsi

Málsnúmer 2204089Vakta málsnúmer

Lögð er fram tillaga Hestamannafélagsins Glæsis, dags. 16.09.2022 að samningi við Fjallabyggð um aðstöðu félagsins á Siglufirði.
Visað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð þakkar framkomið erindi. Bæjarráð óskar eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar um tillögurnar ásamt grófu kostnaðarmati á umfangi þeirra.

2.Launayfirlit tímabils - 2022

Málsnúmer 2202017Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit yfir launakostnað og kostnað vegna langtímaveikinda frá janúar til ágúst 2022.
Lagt fram til kynningar

3.Styrkveitingar Fjallabyggðar 2023

Málsnúmer 2209057Vakta málsnúmer

Í aðdraganda gerðar fjárhagsáætlunar er auglýstur frestur til að sækja um styrki til Fjallabyggðar. Umsóknarfrestur verður 7. - 30. október nk. Auglýst verður eftir umsóknum um styrki til menningartengdra verkefna, hátíðarhalda, reksturs safna og setra, fræðslustyrkja og styrkja vegna greiðslu fasteignaskatts félagasamtaka. Tillaga er gerð að nýjum styrkflokki sem ætlað er að styrkja græn verkefni. Þá er einnig á sama tíma auglýst eftir tilnefningum um bæjarlistamann Fjallabyggðar 2023.
Samþykkt
Bæjarráð veitir heimild til auglýsingar á styrkbeiðnum samkvæmt nýsamþykktum reglum.

4.Breytt skipulag barnaverndar.

Málsnúmer 2112004Vakta málsnúmer

Deildarstjóri félagsmáladeildar Fjallabyggðar og sviðsstjóri félagsmálasviðs Dalvíkurbyggðar leggja til við bæjarráð Fjallabyggðar og byggðaráð Dalvíkurbyggðar, að hefja viðræður við nágrannasveitarfélögin um fyrirkomulag, framkvæmd og rekstur barnaverndarþjónustu.
Visað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð þakkar félagsmálastjórum fyrir framlagða tillögu og felur Félagsmálastjóra Fjallabyggðar að koma fram fyrir hönd sveitarfélagsins í viðræðum við nágrannasveitarfélög.

5.Ofanflóðavarnir - Stóri Boli, fyrirspurn frá íbúum

Málsnúmer 2109057Vakta málsnúmer

Lagt fram svar frá Hafsteini Pálssyni, starfsmanns Ofanflóðasjóðs, í tengslum við fyrirspurn deildarstjóra tæknideildar um endurskoðun á hættumati við Stóra Bola á Siglufirði.
Visað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð harmar að vinna við hættumatið muni dragast fram á næsta ár og felur bæjarstjóra að rita Veðurstofunni bréf þar sem mikilvægi málsins fyrir Fjallabyggð og íbúa er áréttað.

6.Jarðvegsrannsóknir á lausum lóðum í Fjallabyggð

Málsnúmer 2206048Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað deildarstjóra tæknideildar, dags. 30.09.2022 vegna stöðu verkefnisins.
Afgreiðslu frestað
Afgreiðslu frestað.

7.Skipulag Hornbrekku - erindisbréf og fleira

Málsnúmer 2206074Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað deildarstjóra félagsmáladeildar, dags. 30.09.2022 varðandi endurskoðun á erindisbréfi Hornbrekku.
Visað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð þakkar deildarstjóra félagsmáladeildar fyrir minnisblaðið. Deildarstjóra er falið að leggja fyrir bæjarráð drög að erindisbréfi þar sem tekið er á þeim málum sem út af standa. Tryggja verður að stjórn Hornbrekku sé í sem bestum tengslum við aðra stjórnsýslu sveitarfélagsins. Sérstaklega í ljósi verkefnisins Sveigjanlegrar dagdvalar.

8.Erindi vegna samnings fyrir tómstundabændur frá 2016

Málsnúmer 2209048Vakta málsnúmer

Lagt er fram erindi Haraldar Björnssonar, dags. 21.09.2022 um fjallskil í Fjallabyggð.
Vísað til nefndar
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu í Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar.

9.Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2022

Málsnúmer 2209056Vakta málsnúmer

Lögð er fram tilkynning frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu um ársfund Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga sem haldinn verður miðvikudaginn 12. október 2022 í Reykjavík.
Lagt fram til kynningar

10.Tíðindi - Fréttabréf 2022

Málsnúmer 2209051Vakta málsnúmer

Fréttabréf Sambands íslenskra sveitarfélaga, tbl. 31. og 32. 2022 lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar

11.Fundur Almannavarnanefndar 2022

Málsnúmer 2209052Vakta málsnúmer

Samstarfssamningur um almannavarnir í umdæmi Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra er lagður fram til kynningar. Sömuleiðis fundargerð haustfundar 2022 og rekstraráætlun 2023.
Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 09:00.