Erindi frá Hestamannafélaginu Glæsi - bréf frá lögmannsstofunni Lex.

Málsnúmer 2204089

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 739. fundur - 28.04.2022

Lagt fram erindi frá hestamannafélaginu Glæsi dags. 25. apríl 2022 ásamt bréfi lögmannsstofunnar Lex dags. 22. apríl 2022. Í erindinu óskar hestamannafélagið eftir fundi með bæjarráði.
Erindi svarað
Bæjarráð þakkar framlagt erindi og bíður fulltrúum Glæsis á næsta reglulega fund ráðsins.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 741. fundur - 05.05.2022

Unnar Már Pétursson og Haraldur Marteinsson fulltrúar Hestamannafélagsins Glæsis mættu á fund bæjarráðs kl.8:15.

Fulltrúar Glæsis yfirgáfu fundinn kl. 8:34.
Vísað til umsagnar
Bæjarráð þakkar góða yfirferð og felur bæjarstjóra að funda með forsvarsmönnum hestamannafélagsins Glæsis með það að markmiði að fá fram hugmyndir þeirra og áherslur er varðar framtíðar aðstöðu félagsins.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 761. fundur - 04.10.2022

Lögð er fram tillaga Hestamannafélagsins Glæsis, dags. 16.09.2022 að samningi við Fjallabyggð um aðstöðu félagsins á Siglufirði.
Visað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð þakkar framkomið erindi. Bæjarráð óskar eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar um tillögurnar ásamt grófu kostnaðarmati á umfangi þeirra.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 766. fundur - 08.11.2022

Lögð fram minnisblöð deildarstjóra tæknideildar vegna kostnaðarmats á tillögum hestamannafélagsins Glæsis.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð telur að samningur á milli sveitarfélagsins og Glæsis frá árinu 2013 sé að fullu uppfylltur. Bæjarstjóra falið að ræða við forsvarsmenn félagsins.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 796. fundur - 07.07.2023

Tillaga lögmanns Hestamannafélagsins Glæsis að samningi við bæjarfélagið lögð fram til kynningar.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð felur bæjarstjóra og formanni bæjarráðs að óska eftir fundi með forsvarsmönnum Glæsis.