Skipulag Hornbrekku - erindisbréf og fleira

Málsnúmer 2206074

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 748. fundur - 27.06.2022

Lögð fram drög að erindisbréfi Stjórnar Hornbrekku dags. 5. maí 2022.
Vísað til umsagnar
Bæjarráð óskar eftir umsögn deildarstjóra félagsmáladeildar vegna erindisbréfsins.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 761. fundur - 04.10.2022

Lagt fram minnisblað deildarstjóra félagsmáladeildar, dags. 30.09.2022 varðandi endurskoðun á erindisbréfi Hornbrekku.
Visað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð þakkar deildarstjóra félagsmáladeildar fyrir minnisblaðið. Deildarstjóra er falið að leggja fyrir bæjarráð drög að erindisbréfi þar sem tekið er á þeim málum sem út af standa. Tryggja verður að stjórn Hornbrekku sé í sem bestum tengslum við aðra stjórnsýslu sveitarfélagsins. Sérstaklega í ljósi verkefnisins Sveigjanlegrar dagdvalar.

Stjórn Hornbrekku - 35. fundur - 23.11.2022

Lagt fram til kynningar
Lögð fram til kynningar fyrir stjórn Hornbrekku, drög að tillögu að breytingum á erindisbréfi Hornbrekku, frá 21. júní 2017. Formaður stjórnar og deildarstjóri munu ganga frá drögunum með tilliti til þeirra athugasemda sem komu fram á fundinum.