Styrkveitingar Fjallabyggðar 2023

Málsnúmer 2209057

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 761. fundur - 04.10.2022

Í aðdraganda gerðar fjárhagsáætlunar er auglýstur frestur til að sækja um styrki til Fjallabyggðar. Umsóknarfrestur verður 7. - 30. október nk. Auglýst verður eftir umsóknum um styrki til menningartengdra verkefna, hátíðarhalda, reksturs safna og setra, fræðslustyrkja og styrkja vegna greiðslu fasteignaskatts félagasamtaka. Tillaga er gerð að nýjum styrkflokki sem ætlað er að styrkja græn verkefni. Þá er einnig á sama tíma auglýst eftir tilnefningum um bæjarlistamann Fjallabyggðar 2023.
Samþykkt
Bæjarráð veitir heimild til auglýsingar á styrkbeiðnum samkvæmt nýsamþykktum reglum.

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 89. fundur - 06.10.2022

Farið yfir þá styrkflokka sem heyra undir markaðs- og menningarnefnd og auglýsingu eftir styrkumsóknum.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Markaðs- og menningarfulltrúi fór yfir drög að auglýsingu um umsóknir um styrki til menningarverkefna, hátíðarhalda og reksturs safna og setra. Nefndin leggur til að við úthlutun styrkja til menningartengdra verkefna verði horft til nýsköpunar og menningarverkefna tengdum börnum sem framkvæmd eru yfir sumartímann. Markaðs- og menningarfulltrúa falið að ljúka við gerð auglýsingar og birta sem fyrst.

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 90. fundur - 03.11.2022

Listi yfir umsóknir um styrki til Fjallabyggðar vegna menningarmála lagður fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Unnið verður úr umsóknum á næsta fundi nefndarinnar og styrkir afgreiddir í janúar 2023.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 771. fundur - 06.12.2022

Yfirlit yfir umsóknir um styrki úr bæjarsjóði Fjallabyggðar vegna 2023 lagðar fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar