Erindi vegna samnings fyrir tómstundabændur frá 2016

Málsnúmer 2209048

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 761. fundur - 04.10.2022

Lagt er fram erindi Haraldar Björnssonar, dags. 21.09.2022 um fjallskil í Fjallabyggð.
Vísað til nefndar
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu í Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 290. fundur - 01.11.2022

Lagt er fram erindi Haraldar Björnssonar, dags. 21.09.2022 um fjallskil í Fjallabyggð. Í erindinu segir Haraldur upp frístundasamning frá ágúst 2016 og óskar eftir skýringu á hárri upphæð sem sveitarfélagið greiðir til fljótamanna fyrir smalamennsku.
Samningurinn sem vísað er í er samningur um fjallskil í Héðinsfirði frá 31.ágúst 2016 sem gerður var á milli Fjallskiladeildar Austur-Fljóta og starfshóps um fjallskil í Fjallabyggð. Einstaklingar sem ekki eru aðilar að samningnum hafa ekki heimild til riftunar á honum. Í samningnum kemur fram að Fjallabyggð greiði Fjallskiladeild Austur-Fljóta allt að 21 dagsverk fyrir að sjá um göngur í Héðinsfirði eða allt að 252.000kr sem er töluvert lægri upphæð en talið er upp í erindinu.