Suðurgata 4, breytingar á 2 hæð

Málsnúmer 2201046

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 728. fundur - 03.02.2022

Undir þessum lið vék Jón Valgeir Baldursson af fundi.

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar dags. 26. janúar 2022 þar sem fram kemur að þann 25. janúar sl. hafi tilboð verið opnuð í verkefnið "Suðurgata 4, breytingar á 2.hæð".
Tvö tilboð bárust,
Byggingarfélagið Berg ehf. bauð kr. 51.125.354 og L7 ehf kr. 55.790.865.
Kostnaðaráætlun hönnuða var upp á kr. 53.432.088

Deildarstjóri tæknideildar hefur yfirfarið tilboðin og leggur til að tilboði lægstbjóðanda Byggingarfélagsins Berg ehf. verði tekið.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda Byggingarfélagsins Berg ehf. í verkið "Suðurgata 4, breytingar á 2.hæð" og felur bæjarstjóra að undirrita verksamning vegna verksins fyrir hönd sveitarfélagsins.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 735. fundur - 24.03.2022

Lögð fram til kynningar verkfundargerð nr. 1.
Lagt fram til kynningar

Bæjarráð Fjallabyggðar - 741. fundur - 05.05.2022

Lögð fram til kynningar fundargerð 3. verkfundar vegna verkefnisins Suðurgata 4, félagsmiðstöðin NEON.
Lagt fram til kynningar

Bæjarráð Fjallabyggðar - 744. fundur - 07.06.2022

Lögð fram til kynningar fundargerð 4. verkfundar vegna verkefnisins Suðurgata 4, félagsmiðstöðin NEON.
Lagt fram til kynningar