Ráðning bæjarstjóra

Málsnúmer 2205077

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 216. fundur - 02.06.2022

Samþykkt
Forseti bæjarstjórnar lagði fram tillögu meirihluta Sjálfstæðisflokks og Jafnaðaramanna og óháðra um að stefnt yrði að auglýsa stöðu bæjarstjóra Fjallabyggðar.

Tillagan borin upp og samþykkt með 7 atkvæðum.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 744. fundur - 07.06.2022

Formaður bæjarráðs lagði fram tilboð frá þremur aðilum vegna auglýsingar og ráðningar á bæjarstjóra. Óskað var eftir tilboðum frá Hagvangi, Vinnvinn og Intellecta.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að taka tilboði Hagvangs um ráðningu á bæjarstjóra.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 751. fundur - 13.07.2022

Staða bæjarstjóra hjá Fjallabyggð var auglýst til umsóknar í júní 2022. Alls bárust 22 umsóknir um starfið en átta umsækjendur drógu umsókn sína til baka. Hagvangur veitti ráðgjöf við ráðningarferlið og fyrir liggur minnisblað ráðgjafa dags. 11. júlí 2022 þar sem lagt er til að Sigríður Ingvarsdóttir verði ráðinn í stöðuna.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að ráða Sigríði Ingvarsdóttur í starf bæjarstjóra Fjallabyggðar.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 218. fundur - 15.07.2022

Á 751. fundi bæjarráðs lagði bæjarráð til við bæjarstjórn að Sigríður Ingvarsdóttir yrði ráðin í stöðu bæjarstjóra Fjallabyggðar.

Lagður fram ráðningasamningur fyrir Sigríði Ingvarsdóttur.
Forseti bæjarstjórnar S. Guðrún Hauksdóttir leggur fram tillögu bæjarráðs til samþykktar.
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum og felur forseta bæjarstjórnar að undirrita samninginn fyrir hönd Fjallabyggðar.

Til máls tók Sigríður Ingvarsdóttir.

Forseti bæjarstjórnar lagði einnig fram tillögu um prófkúruumboð til bæjarstjóra. Tillagan samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.