Bæjarráð Fjallabyggðar

730. fundur 17. febrúar 2022 kl. 08:00 - 08:55 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Nanna Árnadóttir aðalmaður, I lista
  • Jón Valgeir Baldursson aðalmaður, H lista
  • S. Guðrún Hauksdóttir formaður, D lista
Starfsmenn
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
  • Elías Pétursson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála

1.Erindi frá Hestamannafélaginu Gnýfara

Málsnúmer 2111004Vakta málsnúmer

Lagt er fram minnisblað Eflu dags. 4. febrúar 2022 er varðar mögulegar lausnir á vanda sem upp hefur komið í miklum leysingum á svæðinu vestan við ós Ólafsfjarðarvatns. Í minnisblaðinu eru lagðar til nokkrar framkvæmdir sem minnka eiga líkur á uppsöfnun vatns á svæðinu.
Visað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð samþykkir að fela tæknideild að kostnaðarmeta framkvæmdir sem lagðar eru til í framlögðu minnisblaði og leggja niðurstöður fyrir bæjarráð eigi síðar en 3. mars.

2.Launayfirlit tímabils - 2022

Málsnúmer 2202017Vakta málsnúmer

Lagt er fram minnisblað deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála dags. 10. febrúar 2022 er varðar beiðni um viðauka við launaáætlun 2022. Ástæða viðauka er breyting á tryggingargjaldi úr 6,1% í 6,35%. Breyting á prósentu tryggingargjalds hefur áhrif þvert yfir málaflokka og deildir og nemur alls kr. 4.511.015.
Lagt er til að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir framlagða ósk um viðauka og felur deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála að útfæra viðaukann í samræmi við 63. gr. sveitarstjórnarlaga.

4.Húsnæðisáætlun 2022

Málsnúmer 2202027Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að húsnæðisáætlun Fjallabyggðar 2022 unnin á samræmdu formi Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.
Afgreiðslu frestað
Bæjarráð samþykkir að fresta afgreiðslu húsnæðisáætlunar.

5.Starfsemi fræðslustofnana í Fjallabyggð m.t.t. Fræðslustefnu Fjallabyggðar

Málsnúmer 2104020Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað bæjarstjóra, deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála dags. 11. febrúar 2022 er varðar greiningu á kostum sem gerðu mögulegt að flytja kennslu 5. bekkjar í starfstöð grunnskólans á Ólafsfirði. Bæjarstjórn óskaði eftir minnisblaðinu á 203. fundi sínum í kjölfar bókunar fræðslu og frístundanefndar á 98. fundi nefndarinnar.
Vísað til nefndar
Bæjarráð þakkar framlagt minnisblað og fylgiskjöl og vísar því til umfjöllunar í fræðslu- og frístundanefnd.

6.Fundur með þingmönnum í kjördæmaviku

Málsnúmer 2202043Vakta málsnúmer

Lagðir fram til kynningar punktar bæjarstjóra sem hafðir voru til hliðsjónar framsögu hans á fundi sveitarfélaga með þingmönnum kjördæmisins 15. febrúar sl.
Lagt fram til kynningar

7.Kynning á starfsemi Bjargs íbúðafélags

Málsnúmer 2202012Vakta málsnúmer

Inn á fundinn kom Björn Traustason framkvæmdastjóri Bjargs íbúðafélags hses. og fylgdi eftir erindi félagsins frá 2. febrúar 2022.
Visað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð þakkar fróðlega og greinargóða kynningu og felur bæjarstjóra að ræða við félagið um mögulega úthlutun lóðar og stofnframlags vegna byggingar leiguíbúða.

8.Ósk um fulltrúa í starfshóp um samgöngu- og innviðastefnu.

Málsnúmer 2202033Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi SSNE dags. 13. febrúar er varðar ósk um fulltrúa í starfshóp um samgöngu- og innviðastefnu.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að skipa Elías Pétursson bæjarstjóra í starfshópinn f.h. Fjallabyggðar.

9.Yfirlýsing um að nýta ekki forkaupsrétt á skipi nr. 2579

Málsnúmer 2202034Vakta málsnúmer

Lagt er fram skjal samið af Guðjóni Guðmundssyni löggiltum fasteigna-, fyrirtækja- og skipasala dags. 13. febrúar 2022 er varðar lögbundið boð til Fjallabyggðar um að nýta forkaupsrétt á fiskiskipinu Mávi SI 96.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að afsala sér forkaupsrétti að skipinu og felur bæjarstjóra að undirrita framlagt skjal f.h. sveitarfélagsins.

10.Erindi frá Hinu Norðlenzka Styrjufjelagi

Málsnúmer 2202037Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Hins Norðlenzka Styrjufélags dags. 9. febrúar 2022 er varðar m.a. ósk forsvarsmanna félagsins um að fá að koma á fund bæjarráðs til að kynna starfsemi félagsins og óskir félagsins um ívilnun sveitarfélagsins hvað varðar kostnað vegna ferskvatns.
Samþykkt
Bæjaráð þakkar erindið og bíður forsvarsmönnum félagsins að mæta til fundar við ráðið kl. 08:15 á næsta reglulega fundi þess.

11.Umsögn vegna þingsályktunartillögu um úttekt á tryggingarvernd í kjölfar náttúruhamfara.

Málsnúmer 2201041Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að umsögn bæjarráðs vegna 12. máls - þ.e. tillögu til þingsályktunar um úttekt á tryggingavernd í kjölfar náttúrhamfara.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir framlögð drög að umsögn og felur bæjarstjóra að senda umsögnina til efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis.

12.Fréttabréf Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) - 2022

Málsnúmer 2202023Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar 23. tölublað Fréttbréfs SSNE
Lagt fram til kynningar

13.Frá nefndasviði Alþingis - Mál til umsagnar 2022

Málsnúmer 2201041Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi Atvinnuveganefndar Alþingis dags. 9. febrúar 2022 er varðar umsögn um tillögu til þingsályktunar um endurskoðun á laga og reglugerðaumhverfi sjókvíaeldi, 93. mál.
Einnig lagt fram erindi Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis er varðar umsögn um tillögu til laga um breytingu á lögum um fjarskipti, nr. 81/2003, með síðari breytingum (farsímasamband á þjóðvegum), 43. mál.
Að síðustu er lagt fram erindi umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis er varðar umsögn um tillögu til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, 332. mál.
Lagt fram til kynningar

14.Auglýsing um ákvörðun ráðherra til að tryggja starfhæfi sveitarstjórna

Málsnúmer 2108002Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar auglýsing um ákvörðun innviðaráðherra til að tryggja starfhæfi sveitarstjórna og auðvelda ákvarðanatöku við stjórn sveitarfélaga dags. 2. febrúar 2022.
Lagt fram til kynningar

15.Auglýst eftir framboðum til stjórnar Lánasjóðsins

Málsnúmer 1902065Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi Óttars Guðjónssonar f.h. kjörnefndar Lánasjóðs sveitarfélaga ohf., dags. 11.02.2022 þar sem auglýst er eftir framboðum til stjórnar Lánasjóðsins. Frestur til að skila inn tilnefningum til kjörnefndar rennur út kl. 12 á hádegi miðvikudaginn 9. mars nk. Áformað er að halda aðalfund félagsins föstudaginn 29. mars nk. á Grand hóteli í Reykjavík.
Lagt fram til kynningar

16.Aðalfundur Samorku 2022

Málsnúmer 2202039Vakta málsnúmer

Lagt fram fundarboð vegna aðalfundar Samorku dags. 14. febrúar 2022. Fundurinn verður haldinn þann 15. mars nk. kl. 10:30 í Norðurljósasal Hörpu. Einnig eru lögð fram fylgiskjöl fundarboðs.
Lagt fram til kynningar
Bæjarstjóra falið að sækja fundinn eigi hann þess kost.

17.Fundargerðir nefnda og stjórna Fjallabyggðar - 2022

Málsnúmer 2201001Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar eftirtaldar fundagerðir nefnda og stjórna:
108. fundur Fræðslu- og frístundanefndar sem haldinn var þann 7. febrúar 2022.
281. fundur skipulags- og umhverfisnefndar sem haldinn var þann 7. febrúar 2022.
21. fundur Stýrihóps Heilsueflandi samfélags sem haldinn var þann 10. febrúar 2022.
Lagt fram til kynningar

18.Fundargerðir Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) - 2022

Málsnúmer 2201036Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 35. fundar stjórnar Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra dags. 9. febrúar 2022.
Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 08:55.