Auglýsing um ákvörðun ráðherra til að tryggja starfhæfi sveitarstjórna

Málsnúmer 2108002

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 705. fundur - 12.08.2021

Fram er lögð auglýsing samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra dags. 30. júlí 2021 er varðar breytingu á sveitarstjórnarlögum sem heimilar sveitarstjórnarfólki að taka þátt með rafrænum hætti á fundum sveitarstjórnar, nefnda og ráða á vegum sveitarfélagsins en að um slíka heimild skuli kveðið í samþykktum sveitarfélagsins. Einnig er tilkynnt að í ljósi þess hve skammt sé síðan lagabreytingin tók gildi og í ljósi þess að enn gilda samkomutakmarkanir , sbr. reglugerð heilbrigðisráðherra um tímabundna takmörkun á samkomum, hafi ráðherra ákveðið að framlengja ákvörðun frá í mars um að veita sveitarstjórnum heimild til að víkja frá tilteknum ákvæðum sveitarstjórnarlaga til 1. október 2021.
Visað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð felur deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála að vinna tillögu að breyttum samþykktum með það að markmiði að heimila sveitarstjórnarfólki að taka þátt með rafrænum hætti á fundum sveitarstjórnar, nefnda og ráða á vegum sveitarfélagsins. Miða skal við að vinnu við breytingu samþykkta ljúki með gildistöku fyrir 1. október 2021.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 730. fundur - 17.02.2022

Lögð fram til kynningar auglýsing um ákvörðun innviðaráðherra til að tryggja starfhæfi sveitarstjórna og auðvelda ákvarðanatöku við stjórn sveitarfélaga dags. 2. febrúar 2022.
Lagt fram til kynningar