Erindi frá Hestamannafélaginu Gnýfara

Málsnúmer 2111004

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 717. fundur - 04.11.2021

Lögð eru fram 7 aðskilin erindi Hestamannafélagsins Gnýfara dags. 28. og 29. október 2021.
Vísað til umsagnar
Bæjarráð samþykkir að óska umsagnar bæjarstjóra og deildarstjóra vegna framlagðra erinda.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 721. fundur - 25.11.2021

Lagt er fram minnisblað deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála, deildarstjóra tæknideildar og deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála dags. 8. nóvember 2021. Í minnisblaðinu er farið yfir sjö aðskilin erindi hestamannafélagsins Gnýfara í samræmi við ósk bæjarráðs á 717. fundi ráðsins.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir framlagt minnisblað og felur bæjarstjóra að senda það til Hestamannafélagsins Gnýfara.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 730. fundur - 17.02.2022

Lagt er fram minnisblað Eflu dags. 4. febrúar 2022 er varðar mögulegar lausnir á vanda sem upp hefur komið í miklum leysingum á svæðinu vestan við ós Ólafsfjarðarvatns. Í minnisblaðinu eru lagðar til nokkrar framkvæmdir sem minnka eiga líkur á uppsöfnun vatns á svæðinu.
Visað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð samþykkir að fela tæknideild að kostnaðarmeta framkvæmdir sem lagðar eru til í framlögðu minnisblaði og leggja niðurstöður fyrir bæjarráð eigi síðar en 3. mars.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 733. fundur - 10.03.2022

Lögð fram kostnaðaráætlun deildarstjóra tæknideildar sem óskað var á 730. fundi bæjarráðs, einnig er lagt fram að nýju minnisblað EFLU dags. 4. febrúar 2022, er varðar mögulegar lausnir á vanda sem upp hefur komið í miklum leysingum á svæðinu vestan við ós Ólafsfjarðarvatns. Áætlaður kostnaður við að ráðast í úrbætur sem lagðar eru til í minnisblaði eru 4,4 millj.kr.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra tæknideildar að láta framkvæma tillagðar úrbætur þegar snjóa leysir, einnig felur bæjarráð deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála að gera tillögu að útfærðum viðauka við fjárhagsáætlun og leggja fyrir næsta fund bæjarráðs.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 734. fundur - 17.03.2022

Á 733. fundi bæjarráðs var samþykkt að fela deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála að gera tillögu að útfærðum viðauka við fjárhagsáætlun 2022 og leggja fyrir næsta fund bæjarráðs. Lagður er fram útfærður viðauki nr. 6 við fjárhagsáætlun 2022, sem færist á málaflokk 11410, lykil 4960 kr. 4.400.000.-
Vísað til Bæjarstjórnar
Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka nr. 6/2022 við fjárhagsáætlun 2022 að fjárhæð kr. 4.400.000.- vegna framkvæmda úrbóta vestan við ós Ólafsfjarðarvatns, sem mætt verður með lækkun á handbæru fé og vísar honum til afgreiðslu og umfjöllunar í bæjarstjórn.