Húsnæðisáætlun 2022

Málsnúmer 2202027

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 730. fundur - 17.02.2022

Lögð fram drög að húsnæðisáætlun Fjallabyggðar 2022 unnin á samræmdu formi Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.
Afgreiðslu frestað
Bæjarráð samþykkir að fresta afgreiðslu húsnæðisáætlunar.

Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 136. fundur - 18.03.2022

Lögð fram til kynningar húsnæðisáætlun Fjallabyggðar 2022. Áætlunin er unnin á stafrænu stöðluðu formi sem Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur sett á laggirnar. Með stöðluðu formi verða húsnæðisáætlanir sveitarfélaga samanburðarhæfar og þar með næst betri yfirsýn þar sem mögulegt er að taka saman áætlun fyrir landið í heild sinni sem og einstaka sveitarfélög. Í áætluninni er að finna lykilþætti sem liggja til grundvallar á mati fyrir húsnæðisþörf í sveitarfélaginu.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 735. fundur - 24.03.2022

Á 730. fundi bæjarráðs þann 17. febrúar sl. voru lögð fram drög að húsnæðisáætlun Fjallabyggðar 2022, afgreiðslu húsnæðisáætlunar var frestað. Á 136. fundi félagsmálanefndar var áætlunin lögð fyrir til kynningar.

Lögð eru fram drög að nýju að húsnæðisáætlun 2022, í áætluninni er að finna lykilþætti sem liggja til grundvallar á mati fyrir húsnæðisþörf í sveitarfélaginu.
Vísað til Bæjarstjórnar
Bæjarráð samþykkir framlögð drög að áætlun fyrir sitt leyti og vísar þeim til afgreiðslu og samþykktar bæjarstjórnar.