Flugvöllur Siglufirði

Málsnúmer 2112032

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 724. fundur - 16.12.2021

Lagt er fram minnisblað bæjarstjóra dags. 11. desember 2021. Í minnisblaðinu er lagt til að bæjarstjóra verði heimilað að auglýsa fyrir hönd sveitarfélagsins eftir samstarfsaðilum til að þróa hugmyndir um nýtingu fasteigna á flugvallarsvæðinu á Siglufirði með það að leiðarljósi að þar geti orðið til öflug atvinnustarfsemi til framtíðar.
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu eins og henni er lýst í minnisblaði bæjarstjóra og heimilar honum að auglýsa fyrir hönd sveitarfélagsins eftir samstarfsaðilum til að þróa hugmyndir um nýtingu fasteigna á flugvallarsvæðinu á Siglufirði. Tillögur og/eða hugmyndir sem kunna berast verða lagðar fyrir bæjarráð sem tekur ákvörðun um frekari meðferð þeirra og afgreiðslu.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 728. fundur - 03.02.2022

Lagðar fram innsendar hugmyndir er varða mögulega framtíðarnýtingu flugvallarsvæðisins á Siglufirði sem bárust í kjölfar auglýsingar 22. desember 2021.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Bæjarráð samþykkir að beina því til bæjarstjórnar að skipaður verði starfshópur tveggja kjörinna fulltrúa úr meiri- og minnihluta, sem ásamt bæjarstjóra yfirfari innsendar hugmyndir og leggi tillögu um næstu skref fyrir bæjarráð eigi síðar en í lok febrúar.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 210. fundur - 09.02.2022

Lögð er fram eftirfarandi bókun bæjarráðs frá 728. fundi ráðsins.

Bæjarráð samþykkir að beina því til bæjarstjórnar að skipaður verði starfshópur tveggja kjörinna fulltrúa úr meiri- og minnihluta, sem ásamt bæjarstjóra yfirfari innsendar hugmyndir og leggi tillögu um næstu skref fyrir bæjarráð eigi síðar en í lok febrúar.
Samþykkt
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að skipa Tómas A. Einarsson og Jón V. Baldursson í starfshóp sem ásamt bæjarstjóra fari yfir innkomnar hugmyndir um framtíðarnýtingu flugvallarsvæðisins á Siglufirði í samræmi við bókun bæjarráðs.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 732. fundur - 03.03.2022

Lagt er fram minnisblaðs starfshóps um úrvinnslu innsendra hugmynda um framtíðarnýtingu flugvallarsvæðisins á Siglufirði dags. 28. febrúar 2022. Í minnisblaðinu er farið yfir innsendar hugmyndir, veitt um þær umsögn og gerð tillaga að næstu skrefum.

Niðurstaða starfshópsins er að leggja til að bæjarstjóra verði falið að hefja formlegar viðræður við þá aðila sem standa að baki hugmyndinni Airport Fjallabyggð, um framtíðaruppbyggingu á flugvallarsvæðinu á Siglufirði.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir tillögu starfshóps eins og hún er fram sett í framlögðu minnisblaði.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 221. fundur - 09.11.2022

Steve Richard Lewis mætti á fund bæjarstjórnar og kynnti áform um þróun flugvallarins á Siglufirði.
Lagt fram til kynningar
Bæjarstjórn þakkar Steve Richard Lewis fyrir kynninguna.