Breyting á reglugerð nr. 1212/2015 vegna reikningsskila sveitarfélaga

Málsnúmer 2110045

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 715. fundur - 21.10.2021

Lagt er fram til kynningar bréf Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins dags. 11. október 2021, efni bréfsins er að kynna breytingu á reglugerð 1212/2015 vegna reikningsskila sveitarfélaga.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 728. fundur - 03.02.2022

Lagður fram til kynningar tölvupóstur Sigurðar Snævarr f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 26. janúar 2022 er varðar breytingu á reglugerð nr. 1212/2015.
Um er að ræða frestun á gildistöku reglugerðar nr.230/2021 um eitt ár.
Lagt fram

Bæjarráð Fjallabyggðar - 742. fundur - 12.05.2022

Bæjarstjóri lagði fram til kynningar og fór yfir bréf Innviðaráðuneytisins dags. 5. maí 2022, einnig fór bæjarstjóri yfir viðræður sem hann ásamt deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála hafa átt við endurskoðanda sveitarfélagsins vegna breytinga á 20. gr. reglugerðar nr. 1212/2015 hvar kveðið er á um að byggðasamlög, sameignarfélög, sameignarfyrirtæki og önnur félagaform sem eru með ótakmarkaðri ábyrgð sveitarfélags, skuli færð inn í samantekin reikningsskil sveitarfélags miðað við hlutfallslega ábyrgð sveitarfélags, þ.e. sveitarfélag skal færa hlutdeild þess í einstökum liðum rekstrar og efnahags, óháð stærð eignarhluta.
Lagt fram til kynningar