Bæjarráð Fjallabyggðar

636. fundur 21. janúar 2020 kl. 08:15 - 10:15 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Helga Helgadóttir formaður, D lista
  • Nanna Árnadóttir aðalmaður, I lista
  • Jón Valgeir Baldursson aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Styrkumsóknir 2020 - Styrkir til hátíðahalda

Málsnúmer 1910039Vakta málsnúmer

Lagðar fram umsóknir um styrki til hátíðarhalda fyrir árið 2020. Alls bárust átta umsóknir, samtals að upphæð 6.201.815.

Lögð fram tillaga að úthlutun styrkja til hátíða í Fjallabyggð árið 2020, samtals kr. 3.250.000.

Bæjarráð samþykkir að vísa fyrirliggjandi tillögu að úthlutun styrkja til hátíða í Fjallabyggð árið 2020, samtals kr. 3.250.000 til afgreiðslu bæjarstjórnar.

2.Styrkumsóknir 2020 - Rekstrarstyrkir til safna og setra

Málsnúmer 1910036Vakta málsnúmer

Lagðar fram umsóknir um styrki til reksturs safna og setra í Fjallabyggð fyrir árið 2020. Alls bárust fjórar umsóknir, samtals að upphæð 4.500.000.

Lögð fram tillaga að úthlutun styrkja til reksturs safna og setra í Fjallabyggð árið 2020, samtals kr. 2.750.000.

Bæjarráð samþykkir að vísa fyrirliggjandi tillögu að úthlutun styrkja til reksturs safna og setra í Fjallabyggð árið 2020, samtals kr. 2.750.000 til afgreiðslu bæjarstjórnar.

3.Auglýsing um úthlutun byggðakvóta fiskveiðiársins 2019/2020

Málsnúmer 1910152Vakta málsnúmer

Á 634. fundi bæjarráðs samþykkti ráðið að óska eftir því við útgerðaraðila og fiskvinnslur í Ólafsfirði og á Siglufirði að tilnefndir yrðu aðilar, einn frá útgerð og einn frá fiskvinnslum á hvorum stað til að senda inn tillögu til bæjarráðs að sérstökum skilyrðum að úthlutun byggðakvóta fyrir árið 2019/2020 sem rúmuðust innan ramma reglugerðar.

Tillögur bárust frá útgerðaraðila á Siglufirði og fiskvinnslum í Ólafsfirði.

Bæjarráð samþykkir að leggja eftirfarandi breytingar á reglugerð til afgreiðslu í bæjarstjórn.

a) Ákvæði 2. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Afli af fiskiskipum sem landað er í sveitarfélagi af bátum sem ekki eru skráðir innan viðkomandi sveitarfélags á sama tíma, telst ekki til landaðs afla samkvæmt 1. mgr.
b) Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Fiskiskipum er skylt að landa þeim afla sem telja á til byggðakvóta til vinnslu innan sveitarfélagsins á tímabilinu frá 1. september 2019 til 31. ágúst 2020.

4.Trúnaðarmál

Málsnúmer 1902053Vakta málsnúmer

Niðurstaða bæjarráðs færð í trúnaðarbók.

5.Undirskriftarlistar vegna uppbyggingar hundasvæða

Málsnúmer 1907030Vakta málsnúmer

Á 631. fundi bæjarráðs samþykkir ráðið að vísa tillögu deildarstjóra tæknideildar að mögulegum staðsetningum hundagerða í báðum byggðakjörnum til umsagnar og frekari úrvinnslu skipulags- og umhverfisnefndar.
Umrædd svæði eru á gamla flugvellinum í Ólafsfirði, sunnan við Héðinsfjarðargöng og við Skarðsveg á Siglufirði, vestan við Hól.

Málið var tekið fyrir á 250. fundi skipulags- og umhverfisnefndar. Nefndin bendir á að svæðið í Ólafsfirði hefur verið tekið frá fyrir Framfarafélag Ólafsfjarðar til tveggja ára sem senn líkur (8. maí 2020), að öðru leyti gerir nefndin ekki athugasemdir við staðsetningarnar.

Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2021.

6.Reglur um úthlutun lóða í Fjallabyggð

Málsnúmer 1911002Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að reglum um úthlutun lóða í Fjallabyggð

Bæjarráð samþykkir drögin að reglum um úthlutun lóða í Fjallabyggð og vísar þeim til afgreiðslu bæjarstjórnar.

7.Orkumál

Málsnúmer 2001039Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Skírnis Sigurbjörnssonar fh. Arctic Hydro, dags. 13.01.2020 en félagið er sérhæft á sviði lítilla og millistórra vatnsaflsvirkjana og hefur horft mikið til möguleika í norðausturkjördæmi. Áhugi er hjá forsvarsmönnum félagsins að kynna fyrirtækið og starfsemi þess frekar og í kjölfarið kanna áhuga sveitarfélagsins á samvinnu um möguleg verkefni.

Bæjarráð þakkar erindið en vill taka fram að ekki stendur til, að svo stöddu, að fara í framkvæmdir við vatnsaflsvirkjun.

8.Aðgerðaráætlun vegna óveðurs í Fjallabyggð

Málsnúmer 1912027Vakta málsnúmer

Lögð fram greinagerð HSN vegna óveðurs dagana 10.-12. desember sl., dags. 15.01.2020

Bæjarráð þakkar HSN greinagóða yfirferð.

9.Reglur varðandi framlagningu viðauka

Málsnúmer 1912055Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að Reglum varðandi framlagningu viðauka í bæjarstjórn Fjallabyggðar í samræmi við verklagsreglur reikningsskila- og upplýsinganefndar sem settar eru skv. 63. gr. sveitarstjórnarlaga, sem fjallar um viðauka við fjárhagsáætlanir sveitarfélaga en verklagi þessu er ætlað að auðvelda sveitarstjórnum að setja skýrar reglur um einstakar ákvarðanir.

Bæjarráð samþykkir drög að reglum varðandi framlagningu viðauka í bæjarstjórn Fjallabyggðar og vísar þeim til afgreiðslu bæjarstjórnar.

10.Boð í kynnisferð Samtaka orkusveitarfélaga til Noregs um vindorku 16-20.mars

Málsnúmer 2001045Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi Sambands Íslenskra sveitarfélaga, dags. 15.01.2020 þar sem fram kemur að stjórn samtaka orkusveitarfélaga hefur ákveðið að fara í kynnisferð til Noregs dagana 16.-20. mars nk. með það að markmiði að fræðast um orkugeirann í Noregi með áherslu á vindorku og vindorkugarða. Sveitarfélögum er boðin þátttaka í ferðinni á eigin kostnað. Þá verður ráðuneytum auk valinna stofnana einnig boðin þátttaka í ferðinni á eigin kostnað.

11.Athugasemdir við Samgönguáætlun

Málsnúmer 2001035Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi Hjalta Páls Þórarinssonar fh. Markaðsstofu Norðurlands, dags. 09.01.2020 þar sem minnt er á að Samgönguáætlun er nú í umsagnarferli hjá nefndasviði alþingis.

Markaðsstofa Norðurlands hefur sent inn athugasemdir þangað, þær sömu og sendar voru inn í haust á samráðsgátt og sveitarfélagið hefur fengið afrit af, þar sem ekki virðist hafa verið tekið tillit til þeirra athugasemda ennþá. Sveitarstjórnir eru hvattar til að senda inn umsagnir þar sem enn eru engir fjármunir á Samgönguáætlun fyrir Akureyrarflugvöll.
Athugasemdum skal senda til nefndasvid@althingi.is

Bæjarráð Fjallabyggðar tekur heilshugar undir umsögn Markaðsstofu Norðurlands frá 28.10.2019 um samgönguáætlun 2020 - 2034 sem send var í samráðsgáttina. Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að senda bókun á nefndarsvið Alþingis.

12.Kvörtun vegna snjómoksturs

Málsnúmer 2001049Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Steinunnar Marteinsdóttur, dags 16.01.2020 er varðar snjómokstur á gangstéttum og öryggi gangandi vegfaranda í umferðinni.

Bæjarráð þakkar erindið og vill koma því á framfæri að þegar er hafin vinna hjá sveitarfélaginu sem miðar að því að auka öryggi gangandi vegfaranda í umferðinni.

13.Umsókn um styrk í formi afnota af íþróttahúsi

Málsnúmer 2001051Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi félags eldri borgara á Siglufirði, dags. 16.01.2020 þar sem óskað er eftir styrk í formi frírra afnota af tennisvelli íþróttasal íþróttamiðstöðvar á Siglufirði vegna námskeiðs í pútti fyrir eldri borgara í sveitarfélaginu.

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra fræðslu- frístunda og menningarmála, dags. 17. janúar 2020. Um er að ræða erindi frá Félagi eldri borgara á Siglufirði þar sem beðið er um að fá styrk í formi afnota af hluta af íþróttasal íþróttahúss Fjallabyggðar á Siglufirði undir púttnámskeið.

Bæjarráð samþykkir að veita félagi eldri borgara styrk í formi frírra afnota af tennisvelli í íþróttasal Íþróttamiðstöðvar á Siglufirði, samtals 6 skipti. Styrkur kr. 24.600 rúmast innan gildandi fjárhagsáætlunar og færist á lið 06810-9291.

14.Öryggi barna og ungmenna í umferðinni

Málsnúmer 2001053Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Björns Valdimarssonar, dags. 16.01.2020 er varðar öryggi barna og ungmenna í umferðinni.

Bæjarráð þakkar erindið og vill koma því á framfæri að þegar er hafin vinna hjá sveitarfélaginu sem miðar að því að auka öryggi gangandi vegfaranda í umferðinni.

15.Fundargerðir nefnda og stjórna Fjallabyggðar - 2020

Málsnúmer 2001002Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar:
250. fundargerð Skipulags- og umhverfisnefndar frá 15.01.2020
60. fundargerð Markaðs- og menningarnefndar frá 16.01.2020
80. fundargerð fræðslu- og frístundanefndar frá 20.01.2020

Fundi slitið - kl. 10:15.