Athugasemdir við Samgönguáætlun

Málsnúmer 2001035

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 636. fundur - 21.01.2020

Lagt fram til kynningar erindi Hjalta Páls Þórarinssonar fh. Markaðsstofu Norðurlands, dags. 09.01.2020 þar sem minnt er á að Samgönguáætlun er nú í umsagnarferli hjá nefndasviði alþingis.

Markaðsstofa Norðurlands hefur sent inn athugasemdir þangað, þær sömu og sendar voru inn í haust á samráðsgátt og sveitarfélagið hefur fengið afrit af, þar sem ekki virðist hafa verið tekið tillit til þeirra athugasemda ennþá. Sveitarstjórnir eru hvattar til að senda inn umsagnir þar sem enn eru engir fjármunir á Samgönguáætlun fyrir Akureyrarflugvöll.
Athugasemdum skal senda til nefndasvid@althingi.is

Bæjarráð Fjallabyggðar tekur heilshugar undir umsögn Markaðsstofu Norðurlands frá 28.10.2019 um samgönguáætlun 2020 - 2034 sem send var í samráðsgáttina. Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að senda bókun á nefndarsvið Alþingis.