Umsókn um styrk í formi afnota af íþróttahúsi

Málsnúmer 2001051

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 636. fundur - 21.01.2020

Lagt fram erindi félags eldri borgara á Siglufirði, dags. 16.01.2020 þar sem óskað er eftir styrk í formi frírra afnota af tennisvelli íþróttasal íþróttamiðstöðvar á Siglufirði vegna námskeiðs í pútti fyrir eldri borgara í sveitarfélaginu.

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra fræðslu- frístunda og menningarmála, dags. 17. janúar 2020. Um er að ræða erindi frá Félagi eldri borgara á Siglufirði þar sem beðið er um að fá styrk í formi afnota af hluta af íþróttasal íþróttahúss Fjallabyggðar á Siglufirði undir púttnámskeið.

Bæjarráð samþykkir að veita félagi eldri borgara styrk í formi frírra afnota af tennisvelli í íþróttasal Íþróttamiðstöðvar á Siglufirði, samtals 6 skipti. Styrkur kr. 24.600 rúmast innan gildandi fjárhagsáætlunar og færist á lið 06810-9291.