Reglur um úthlutun lóða í Fjallabyggð

Málsnúmer 1911002

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 247. fundur - 06.11.2019

Lögð fram drög að reglum um úthlutun lóða í Fjallabyggð.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 249. fundur - 04.12.2019

Lögð fram drög að reglum um úthlutun lóða í Fjallabyggð.
Tæknideild falið að uppfæra drögin í samræmi við athugasemdir nefndarinnar fyrir næsta fund.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 250. fundur - 15.01.2020

Lögð fram drög að reglum um úthlutun lóða í Fjallabyggð.
Nefndin samþykkir drögin fyrir sitt leyti.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 636. fundur - 21.01.2020

Lögð fram drög að reglum um úthlutun lóða í Fjallabyggð

Bæjarráð samþykkir drögin að reglum um úthlutun lóða í Fjallabyggð og vísar þeim til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 233. fundur - 13.09.2023

Gildandi reglur um úthlutun lóða í Fjallabyggð teknar til umræðu.

Guðjón M. Ólafsson, Arnar Þór Stefánsson, S. Guðrún Hauksdóttir og Tómas Atli Einarsson tóku til máls.
Guðjón M. Ólafsson lagði fram eftirfarandi tillögu að breytingu á 5. gr. reglnanna:
Við 5. gr. reglnanna bætist ný 3. mgr., svohljóðandi.

„Á svæðum sem bæði hafa verið kynnt sem mögulega lausar lóðir og deiliskipulagsvinna er þegar hafin er heimilt að úthluta án auglýsingar. Byggingin þarf að lúta skilmálum og kvöðum deiliskipulags svæðisins þegar það liggur fyrir. Öll vinna umsækjenda áður en deiliskipulag er samþykkt er á eigin ábyrgð."

Breytingatillagan er samþykkt með 7 atkvæðum.

Guðjón M. Ólafsson lagði einnig fram eftirfarandi bókun:
Bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkir framlagða breytingartillögu ásamt því að samþykkja heildarendurskoðun á reglum um úthlutun lóða í Fjallabyggð. Skipulags- og umhverfisnefnd falið að leiða heildarendurskoðun reglnanna.

Samþykkt með 7 atkvæðum.