Reglur varðandi framlagningu viðauka

Málsnúmer 1912055

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 635. fundur - 15.01.2020

Lögð fram drög að Reglum varðandi framlagningu viðauka í bæjarstjórn Fjallabyggðar í samræmi við verklagsreglur reikningsskila- og upplýsinganefndar sem settar eru skv. 63. gr. sveitarstjórnarlaga, sem fjallar um viðauka við fjárhagsáætlanir sveitarfélaga.

Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins til næsta fundar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 636. fundur - 21.01.2020

Lögð fram drög að Reglum varðandi framlagningu viðauka í bæjarstjórn Fjallabyggðar í samræmi við verklagsreglur reikningsskila- og upplýsinganefndar sem settar eru skv. 63. gr. sveitarstjórnarlaga, sem fjallar um viðauka við fjárhagsáætlanir sveitarfélaga en verklagi þessu er ætlað að auðvelda sveitarstjórnum að setja skýrar reglur um einstakar ákvarðanir.

Bæjarráð samþykkir drög að reglum varðandi framlagningu viðauka í bæjarstjórn Fjallabyggðar og vísar þeim til afgreiðslu bæjarstjórnar.