Bæjarráð Fjallabyggðar

611. fundur 02. júlí 2019 kl. 16:30 - 17:35 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Helga Helgadóttir formaður, D lista
  • Nanna Árnadóttir aðalmaður, I lista
  • Jón Valgeir Baldursson aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Staðgreiðsla tímabils - 2019

Málsnúmer 1901047Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit staðgreiðslu útsvars fyrir tímabilið janúar til júní 2019. Staðgreiðsla fyrir tímabilið nemur kr. 557.549.829 eða 101,62% af tímabilsáætlun.

2.Breyting á stjórnun Grunnskóla Fjallabyggðar

Málsnúmer 1907001Vakta málsnúmer

Lögð fram uppsögn Ásu Bjarkar Stefánsdóttur aðstoðarskólastjóra Grunnskóla Fjallabyggðar frá og með 01.07.2019 ásamt ósk um að fá að láta af störfum frá og með 01.08.2019.

Einnig lagt fram vinnuskjal deildarstjóra fræðslu-, frístunda og menningarmála, dags. 28.06.2019 þar sem þess er óskað að gerðar verði breytingar á stjórnendateymi Grunnskóla Fjallabyggðar frá og með 01.08.2019. Í stað skólastjóra og aðstoðarskólastjóra verði stjórnendateymið skipað skólastjóra og tveimur deildarstjórum. Um er að ræða tímabundna breytingu á stjórnendateymi til reynslu í eitt ár. Áætlaðum launakostnaði kr. 883.530 vegna tímabilsins ágúst til desember 2019 þarf að vísa í viðauka.

Bæjarráð þakkar Ásu Björk Stefánsdóttur fyrir vel unnin störf og óskar henni velfarnaðar á nýjum starfsvettvangi.

Bæjarráð samþykkir að gera tímabundna breytingu á stjórnendateymi Grunnskóla Fjallabygðar til eins árs og vísar kostnaði kr. 883.580 til viðauka nr.12/2019 við fjárhagsáætlun 2019 og færist á deild 04210, lykill 1110 kr. 706.824 og kr. 176.706 á lykil 1890 sem mætt verður með lækkun á handbæru fé.

3.Hreinsunarmál á opnum svæðum í Fjallabyggð

Málsnúmer 1906020Vakta málsnúmer

Á 610. fundi bæjarráðs þann 25.06.2019 frestaði ráðið afgreiðslu á erindi Konráðs K. Baldvinssonar formanns skipulags- og umhverfisnefndar, dags. 12.06.2019 þar sem lagt var til að teknar yrðu loftmyndir með dróna af svæðum í sveitarfélaginu í þeim tilgangi að átta sig betur á því hvar betur mætti fara í hreinsun og fegrun sveitarfélagsins. Einnig lagt til að sett verði upp skilti á áberandi stöðum við Leirutanga þar sem ítrekað er að ekki sé heimilt að losa sorp.

Lagt fram lögfræðiálit Hjörleifs B. Kvaran, hrl hjá Nordik lögfræðistofu, dags. 27.06.2019 þar sem fram kemur að lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsingar nr. 90/2018 setji verulegar skorður á öflun upplýsinga er varðar persónur og þeirra hagi og að því sé ekki mælt með að nota drónamyndir til að skrá og skoða frágang á lóðum einstaklinga og fyrirtækja.

Bæjarráð samþykkir að sett verði skilti á Leirutanga þar sem ítrekað er að losun á sorpi sé óheimil og felur deildarstjóra tæknideildar að vinna málið áfram.
Bæjarráð synjar beiðni um að teknar verði loftmyndir af svæðum í sveitarfélaginu en felur deildarstjóra tæknideildar að fara yfir svæði í eigu sveitarfélagsins með tilliti til hreinsunar og fegrunar. Íbúar og eigendur fyrirtækja eru einnig hvattir til þess að hafa snyrtilegt á og við lóðir sínar og fjarlægja eigur sínar af opnum svæðum í eigu sveitarfélagsins.

4.Síldarævintýri 2019

Málsnúmer 1906042Vakta málsnúmer

Á 610. fundi bæjarráðs þann 25.06.2019 óskaði ráðið eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar og deildarstjóra fræðslu-, frístundar og menningarmála varðandi erindi Þórarins Hannessonar fh. Stýrihóps um „Síldarævintýri“ 2019 dags. 21.06.2019.
Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra, dags. 27.06.2019.

Bæjarráð samþykkir eftirfarandi:
Að heimila félagi um Síldarævintýri að nota heitið Síldarævintýri á dagskrá sem félagið hyggst standa fyrir á Siglufirði um verslunarmannahelgina en leggur áherslu á að auglýsingar á viðburðinum verði skýrar þannig að nýrri og breyttri mynd á Síldarævintýri sé komið á framfæri.
Að lána garðborð og garðstóla og 2 veislutjöld í eigu sveitarfélagsins sem stýrihópurinn þarf að nálgast í þjónustumiðstöð og skila aftur.

Að Aðalgata verði lokuð fyrir bílaumferð frá Túngötu að Grundargötu á meðan á hátíðinni stendur.

Að sveitarfélagið muni sjá um losun á ruslafötum í miðbæ á meðan á hátíðinni stendur.

Að gefa leyfi fyrir uppsetningu tveggja sviða á umbeðnum staðsetningum.
Að veita leyfi til að leika tónlist í sundhöllinni í 2 klst á opnunartíma þessa helgi. Tímasetning og fyrirkomulag verður að vera í samráði við forstöðumann íþróttamiðstöðvar.
Að leyfa aðgang að íþróttahúsinu á Siglufirði 3 klst. á opnunartíma þessa helgi ef veður er óhagstætt til útiveru við leik barna. Tímasetning og fyrirkomulag verður að vera í samráði við forstöðumann íþróttamiðstöðvar. Kostnaður við afnot af íþróttasal er kr. 24.000.- sem rúmast innan núverandi fjárhagsáætlunar og færist á gjaldalið 05810-9291 sem styrkur við viðburðinn.
Að heimila afnot hátíðargesta af salerni við Rammalóð. Salerni hafa þegar verið sett upp.
Viðburðurinn hefur nú þegar verið settur inn í kynningu á viðburðum ársins og sjálfsagt er að setja hann í viðburðadagatal á heimasíðu sveitarfélagsins. Dagskrá viðburðarins þarf að senda á markaðs- og menningarfulltrúa sem sér um heimasíðu sveitarfélagsins þegar hún liggur fyrir.

Bæjarráð felur deildarstjórum að fylgja málinu eftir.

5.Gróska í starfi grunnskólans

Málsnúmer 1906048Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar frétt um grósku í starfi Grunnskóla Fjallabyggðar og góðan árangur nemenda á skólaárinu 2018- 2019.

Bæjarráð fagnar því góða starfi sem unnið hefur verið í Grunnskóla Fjallabyggðar á liðnu skólaári og góðum námsárangri nemenda skólans.

6.Ólafsvegur 34, íbúð 202

Málsnúmer 1903066Vakta málsnúmer

Lagt fram undirritað kauptilboð í íbúð 202 að Ólafsvegi 34, Ólafsfirði.

Bæjarráð samþykkir að taka tilboðinu og felur deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála að vinna málið áfram.

7.Viðgerð Laugarvegur 39

Málsnúmer 1905066Vakta málsnúmer

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar, dags. 28.06.2019 þar sem fram kemur að eftir fund með eigendum að fasteigninni Laugarvegi 39 hafi verið ákveðið að leita tilboða í viðgerð á bílaplani við húsið.

Bæjarráð samþykkir að veita deildarstjóra heimild til þess að leita tilboða í viðgerð á bílaplani við Laugarveg 39.

8.Fyrirspurn frá lesanda trolla.is - Hver er aðkoma Fjallabyggðar að sjómannadagshelginni.

Málsnúmer 1906039Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Kristínar Sigurjónsdóttur fh. Hljóðsmárans ehf. dags. 19.06.2019 er varðar nafnlausa fyrirspurn á Trölla.is um aðkomu Fjallabyggðar að sjómannadagshelginni í Ólafsfirði, aðkoma í formi fjárframlaga, aðstöðu, vinnu o.þ.h.

Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála.

9.Fasteignamat 2020

Málsnúmer 1906043Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Þjóðskrár Íslands til allra sveitarstjóra og bæjarstjóra, dags. 24.06.2019 er varðar fasteignamat 2020. Fasteignamat í Fjallabyggð hækkar um 4.9% á milli ára en fasteignamat allra fasteigna er endurmetið 31. maí ár hvert og tekur gildi 31. desember sama ár, sbr. 32. gr. a laga nr. 6/2001, um skráningu og mat fasteigna. Fasteignamat endurspeglar gangverð fasteigna í sveitarfélaginu miðað við síðastliðinn febrúarmánuð.

Bæjarráð samþykkir að óska eftir tillögu bæjarstjóra og deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármáladeildar með tilliti til lækkunar fasteignagjalda fyrir umræðu um fjárhagsáætlun 2020.

10.Yfirlýsing frá sambandinu í tengslum við lífskjarasamninga 2019-2022

Málsnúmer 1904015Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi Karls Björnssonar fh. Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 26.06.2019 þar sem fram kemur að á fundi stjórnar sambandsins sem haldinn var 21. júní sl. hafi stjórnin bókað eftirfarandi vegna álagsprósentu fasteignagjalda.
“Stjórnin minnir á yfirlýsingu Sambands íslenskra sveitarfélaga í tengslum við gerð lífskjarasamnings í apríl sl. þar sem mælst er til þess við sveitarfélögin að þau hækki ekki gjaldskrár sínar á árinu 2019 umfram það sem þegar er komið til framkvæmda. Einnig hefur sambandið hvatt sveitarfélög til þess að á árinu 2020 hækki þau gjaldskrár sínar um 2,5% að hámarki, en minna ef verðbólga verður lægri. Þessi yfirlýsing nær einnig til B-hluta fyrirtækja sveitarfélaga..."

11.Samstarf sveitarfélaga um loftslagsmál og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

Málsnúmer 1906024Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi Karls Björnssonar fh. Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 26.06.2019 varðandi yfirlýsingu stjórnar sambandsins frá 21.06.2019 um samstarf sveitarfélaga um loftlagsmál og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna auk fundargerðar stofnfundar samráðsvettvangs

12.Menntunarþörf á Eyþingssvæði

Málsnúmer 1906047Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi Silju Jóhannesdóttur verkefnastjóra Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga, dags. 26.06.2019 er varðar Menntunarþörf í Eyjafirði og í Þingeyjarsýslum - könnun meðal fyrirtækja og stofnana á starfssvæði Eyþings sem unnin var af Rannsóknarmiðstöð Háskólans á Akureyri.

13.Ársskýrsla Landmælinga Íslands 2018

Málsnúmer 1906049Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi Landmælinga Íslands, dags. 27.06.2019 þar sem fram kemur að ársskýrsla Landmælinga Íslands árið 2018 er komin út. Af mörgu er að taka þegar litið er yfir verkefni ársins og í ársskýrslunni er að finna gott yfirlit yfir margþætta starfsemi stofnunarinnar.

Í ávarpi Eydísar Líndal Finnbogadóttur, sem hefur verið settur forstjóri frá því um mitt ár 2018, kemur meðal annars fram að árið 2018 hafi einkennst af miklum fjölda verkefna og að nær öll verkefni Landmælinga Íslands hafi verið unnin í samvinnu við aðra.

14.Umbótaáætlun Leikskóla Fjallabyggðar 2018

Málsnúmer 1803067Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar yfirfarin umbótaáætlun leikskóla Fjallabyggðar frá því í júní 2019 ásamt svarbréfi skólastjóra til Mennta- og menningarmálaráðuneytisins dags. 24.06.2019 þar sem farið er yfir framkvæmdir þeirra umbóta sem áætlaðar voru í umbótaáætlun sveitarfélagsins og Leikskóla Fjallabyggðar á skólaárinu 2018-2019.

15.Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga - 2019

Málsnúmer 1901024Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar 872. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 21. júní sl.

Fundi slitið - kl. 17:35.