Stofnfundur samráðsvettvangs sveitarfélaga

Málsnúmer 1906024

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 609. fundur - 18.06.2019

Lagt fram til kynningar erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 11.06.2019 vegna boðunar á stofnfund vegna samráðsvettvangs sveitarfélaga fyrir heimsmarkmiðin og loftlagsmál þann 19. júní nk. kl. 13:00-14:30 í fundarsal Reykjavíkurborgar, Borgartúni 12-14, Vindheimum.
Jafnframt eru þau sveitarfélög sem ætla að taka þátt í stofnun samráðsvettvangs beðin um að skrá tengilið til að sjá um samskipti af hálfu sveitarfélagsins.

Bæjarráð samþykkir að taka þátt í samráðsvettvangnum og að deildarstjóri tæknideildar verði skráður tengiliður sveitarfélagsins.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 611. fundur - 02.07.2019

Lagt fram til kynningar erindi Karls Björnssonar fh. Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 26.06.2019 varðandi yfirlýsingu stjórnar sambandsins frá 21.06.2019 um samstarf sveitarfélaga um loftlagsmál og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna auk fundargerðar stofnfundar samráðsvettvangs