Yfirlýsing frá sambandinu í tengslum við lífskjarasamninga 2019-2022

Málsnúmer 1904015

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 600. fundur - 10.04.2019

Lögð fram til kynningar yfirlýsing Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 03.04.2019 í tengslum við lífskjarasamning 2019-2022. Til þess að stuðla að verðstöðugleika mælist Sambandið til þess við sveitarfélög að þau hækki ekki gjaldskrár sínar á árinu 2019 umfram það sem þegar er komið til framkvæmda. Einnig mælist Sambandið til þess að á árinu 2020 muni gjöld sveitarfélaga hækka um 2,5% að hámarki, minna ef verðbólga er lægri.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 611. fundur - 02.07.2019

Lagt fram til kynningar erindi Karls Björnssonar fh. Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 26.06.2019 þar sem fram kemur að á fundi stjórnar sambandsins sem haldinn var 21. júní sl. hafi stjórnin bókað eftirfarandi vegna álagsprósentu fasteignagjalda.
“Stjórnin minnir á yfirlýsingu Sambands íslenskra sveitarfélaga í tengslum við gerð lífskjarasamnings í apríl sl. þar sem mælst er til þess við sveitarfélögin að þau hækki ekki gjaldskrár sínar á árinu 2019 umfram það sem þegar er komið til framkvæmda. Einnig hefur sambandið hvatt sveitarfélög til þess að á árinu 2020 hækki þau gjaldskrár sínar um 2,5% að hámarki, en minna ef verðbólga verður lægri. Þessi yfirlýsing nær einnig til B-hluta fyrirtækja sveitarfélaga..."