Breyting á stjórnun Grunnskóla Fjallabyggðar

Málsnúmer 1907001

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 611. fundur - 02.07.2019

Lögð fram uppsögn Ásu Bjarkar Stefánsdóttur aðstoðarskólastjóra Grunnskóla Fjallabyggðar frá og með 01.07.2019 ásamt ósk um að fá að láta af störfum frá og með 01.08.2019.

Einnig lagt fram vinnuskjal deildarstjóra fræðslu-, frístunda og menningarmála, dags. 28.06.2019 þar sem þess er óskað að gerðar verði breytingar á stjórnendateymi Grunnskóla Fjallabyggðar frá og með 01.08.2019. Í stað skólastjóra og aðstoðarskólastjóra verði stjórnendateymið skipað skólastjóra og tveimur deildarstjórum. Um er að ræða tímabundna breytingu á stjórnendateymi til reynslu í eitt ár. Áætlaðum launakostnaði kr. 883.530 vegna tímabilsins ágúst til desember 2019 þarf að vísa í viðauka.

Bæjarráð þakkar Ásu Björk Stefánsdóttur fyrir vel unnin störf og óskar henni velfarnaðar á nýjum starfsvettvangi.

Bæjarráð samþykkir að gera tímabundna breytingu á stjórnendateymi Grunnskóla Fjallabygðar til eins árs og vísar kostnaði kr. 883.580 til viðauka nr.12/2019 við fjárhagsáætlun 2019 og færist á deild 04210, lykill 1110 kr. 706.824 og kr. 176.706 á lykil 1890 sem mætt verður með lækkun á handbæru fé.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 73. fundur - 12.08.2019

Aðstoðarskólastjóri sagði starfi sínu lausu í sumar. Breyting var gerð á stjórnun grunnskólans og verða tveir deildarstjórar ráðnir í stað aðstoðarskólastjóra. Þeir munu hafa aðsetur í sitt hvorri starfsstöðinni.