Umbótaáætlun Leikskóla Fjallabyggðar 2018

Málsnúmer 1803067

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 53. fundur - 09.04.2018

Undir þessum lið sat Olga Gísladóttir leikskólastjóri.

Umbótaáætlun Leikskóla Fjallabyggðar lögð fram. Umbótaáætlunin er byggð á niðurstöðum og tillögum ytra mats sem gert var af Menntamálastofnun í september 2017. Umbótaáætlunin verður send til Mennta- og menningarmálaráðuneytisins.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 55. fundur - 23.05.2018

Uppfærð umbótaáætlun vegna ytra mats á Leikskóla Fjallabyggðar lögð fram til kynningar. Hún hefur verið send Mennta- og menningarmálaráðuneytinu.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 608. fundur - 11.06.2019

Lagt fram erindi Sunnu Viðarsdóttur og Bjarkar Óttarsdóttur fh. Mennta- og menningarmálaráðuneytisins, dags. 03.06.2019 þar sem óskað er eftir upplýsingum um framkvæmd þeirra umbóta sem áætlaðar voru í umbótaáætlun sveitarfélagsins og Leikskóla Fjallabyggðar á skólaárinu 2018-2019 eigi síðar en 24. júní 2019.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til skólastjóra Leikskóla Fjallabyggðar og deildarstjóra fræðslu-, frístunda og menningarmála.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 611. fundur - 02.07.2019

Lögð fram til kynningar yfirfarin umbótaáætlun leikskóla Fjallabyggðar frá því í júní 2019 ásamt svarbréfi skólastjóra til Mennta- og menningarmálaráðuneytisins dags. 24.06.2019 þar sem farið er yfir framkvæmdir þeirra umbóta sem áætlaðar voru í umbótaáætlun sveitarfélagsins og Leikskóla Fjallabyggðar á skólaárinu 2018-2019.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 73. fundur - 12.08.2019

Umbótaáætlun Leikskóla Fjallabyggðar 2018, sem gerð var í kjölfar ytra mats, var lögð fram til kynningar. Umbótaáætlun var skilað til Mennta- og menningarmálaráðuneytis í júní sl. Áfram verður unnið að umbótum samkvæmt umbótaáætlun og mun ráðuneytið kalla eftir stöðu umbóta í maí 2020.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 702. fundur - 01.07.2021

Lagt fram til kynningar bréf mennta- og menningarráðuneytisins dags. 11. júní 2021, minnisblað deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála dags. 30. júní 2021 og lokaskýrsla umbótaverkefna byggðum á tillögum ytra mats sem gert var af Menntamálastofnun í september 2017.
Lagt fram
Um leið og bæjarráð þakkar framlögð gögn þá vill ráðið koma á framfæri þakklæti til allra þeirra sem komu að vinnu við umbótaverkefni í leikskólum Fjallabyggðar.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 101. fundur - 16.08.2021

Lagt fram
Undir þessum lið sátu Olga Gísladóttir skólastjóri leikskólans og Fanney Jónsdóttir fulltrúi starfsmanna.
Skólastjóri fór yfir lokaskýrslu umbóta í Leikskóla Fjallabyggðar í kjölfar ytra mats sem Mennta- og menningarmálaráðuneytið fól Menntamálastofnun að gera á skólanum haustið 2017. Síðustu ár hafa umbætur staðið yfir og nú er þeim að fullu lokið. Skýrslan hefur verið send ráðuneytinu sem hefur móttekið hana og telur sveitarfélagið hafa gert fyllilega grein fyrir umbótum í kjölfar ytra mats. Málinu er lokið að hálfu ráðuneytisins.