Fyrirspurn frá lesanda trolla.is - Hver er aðkoma Fjallabyggðar að sjómannadagshelginni.

Málsnúmer 1906039

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 611. fundur - 02.07.2019

Lagt fram erindi Kristínar Sigurjónsdóttur fh. Hljóðsmárans ehf. dags. 19.06.2019 er varðar nafnlausa fyrirspurn á Trölla.is um aðkomu Fjallabyggðar að sjómannadagshelginni í Ólafsfirði, aðkoma í formi fjárframlaga, aðstöðu, vinnu o.þ.h.

Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 612. fundur - 09.07.2019

Á 612. fundi bæjarráðs óskaði ráðið eftir umsögn deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála vegna fyrirspurnar Kristínar Sigurjónsdóttur fh. Hljóðsmárans ehf. dags. 19.06.2019 er varðar nafnlausa fyrirspurn hlustanda Trölla.is um aðkomu Fjallabyggðar að sjómannadagshelginni í Ólafsfirði, aðkomu í fjárframlaga, aðstöðu, vinnu o.þ.h.
Lögð fram umsögn deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála, dags. 04.07.2019 þar sem fram kemur að aðkoma Fjallabyggðar að sjómannadagshelginni hafi verið eftirfarandi.

Menningarstyrkur, samþykktur af markaðs- og menningarnefnd kr. 1.000.000.-
Styrkur í formi afnota af Tjarnarborg kr. 287.000.-
Auglýsing kr. 81.840.-
Rútuferðir kr. 78.035.-
Vinna starfsmanna þjónustumiðstöðvar var engin um helgina, þeir komu að undirbúningi sem var ekki frábrugðinn undirbúningi annarra helga þar sem eitthvað er um að vera í Fjallabyggð.
Samtals er aðkoma Fjallabyggðar að sjómannadagshelginni því kr. 1.446.875.-

Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála í fjarveru deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að senda svar við fyrirspurninni á hlutaðeigandi aðila, Kristínu Sigurjónsdóttur fh. Hljóðsmárans ehf.