Fasteignamat 2020

Málsnúmer 1906043

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 611. fundur - 02.07.2019

Lagt fram erindi Þjóðskrár Íslands til allra sveitarstjóra og bæjarstjóra, dags. 24.06.2019 er varðar fasteignamat 2020. Fasteignamat í Fjallabyggð hækkar um 4.9% á milli ára en fasteignamat allra fasteigna er endurmetið 31. maí ár hvert og tekur gildi 31. desember sama ár, sbr. 32. gr. a laga nr. 6/2001, um skráningu og mat fasteigna. Fasteignamat endurspeglar gangverð fasteigna í sveitarfélaginu miðað við síðastliðinn febrúarmánuð.

Bæjarráð samþykkir að óska eftir tillögu bæjarstjóra og deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármáladeildar með tilliti til lækkunar fasteignagjalda fyrir umræðu um fjárhagsáætlun 2020.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 623. fundur - 08.10.2019

Lagt fram til kynningar erindi Hjartar Grétarssonar fh. Þjóðskrár Íslands, dags. 30.09.2019 er varðar leiðrétt fasteignamat 2020 fyrir fjölbýli en í útreikningi fasteignamats hafði ekki verið tekið tillit til á hvaða hæð íbúðir eru í fjölbýli eins og gert er ráð fyrir í lögum. Heildaráhirf á fasteignamat eru ekki mikil en íbúðir sem hækka í mati hækka að meðaltali um 1,1% og íbúðir sem lækka í mati, lækka að meðaltali um 0,5%. Heildaráhrif á fasteignamat vegna þessara breytinga er því 0,5%