Skákdagur Íslands - áskorun til sveitafélaga

Málsnúmer 1901053

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 588. fundur - 15.01.2019

Lagt fram erindi Skáksambands Íslands, dags. 11.01.2019 þar sem fram kemur að 26. janúar nk. verður Skákdagur Íslands haldinn um land allt. Skákdagurinn er haldinn á fæðingardegi Friðriks Ólafssonar, fyrsta stórmeistara Íslendinga, sem nú verður 84 ára. Friðrik, sem lengi var meðal bestu skákmanna heims, teflir enn reglulega og gefur af sér til yngri kynslóða.
Sveitarfélög eru hvatt til þess að taka þátt í Skákdegi Íslands og heiðra með því meistara Friðrik Ólafsson og stuðla jafnframt að enn frekari útbreiðslu íþróttarinnar meðal ungra sem aldraðra.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til úrvinnslu deildarstjóra fræðslu-, frístunda og menningarmála.