Skiptiveggir í íþróttahús Fjallabyggðar

Málsnúmer 1810081

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 577. fundur - 23.10.2018

Að beiðni bæjarráðs hefur forstöðumaður íþróttamannvirkja leitað tilboða í skipitveggi í íþróttahús Fjallabyggðar á Siglufirði og í Ólafsfirði með það fyrir augum að auka nýtingu í íþróttasölum húsanna.

Bæjarráð samþykkir að vísa afgreiðslu málsins til gerðar fjárhagsáætlunar 2019.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 588. fundur - 15.01.2019

Undir þessum lið sat Ármann V. Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar.

Lagt fram minnisblað deildarstjóra tæknideildar, dags. 10.01.2019 vegna tilboða í skiptitjöld í íþróttasali íþróttamiðstöðva í Fjallabyggð.
Eftirfarandi tilboð bárust.
Á. Óskarsson ehf kr. 9.781.110
Altis ehf kr. 9.414.121

Deildarstjóri tæknideildar leggur til við bæjarráð að tilboði Altis ehf verði tekið.

Bæjarráð samþykkir að taka tilboði Altis ehf sem jafnframt er lægstbjóðandi.