Afnotastyrkur. Íþróttaskóli fyrir 2-5 ára börn.

Málsnúmer 1809055

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 573. fundur - 25.09.2018

Lagt fram erindi frá Jónínu Björnsdóttur íþróttakennara dags. 20.09.2019 þar sem hún óskar eftir að fá styrk í formi afnota af íþróttasal íþróttamiðstöðvar í Ólafsfirði til þess að halda 6 vikna íþróttanámskeið fyrir börn í Fjallabyggð á aldrinum 2-3 ára og 4-5 ára á tímabilinu 3. október til 7. nóvember. Um er að ræða 12 skipti í heilum sal og er kostnaður vegna námskeiðsins áætlaður kr. 88.200.-

Bæjarráð samþykkir að veita styrk í formi afnota af íþróttahúsi, gjaldaliður færist af deild 06810 og lykli 9291 kr. 88.200 og bókast sem tekjur á deild 06510, lykill 0258 kr. 88.200

Bæjarráð Fjallabyggðar - 580. fundur - 06.11.2018

Lagt fram erindi frá Jónínu Björnsdóttir dags. 4.nóvember 2018 þar sem hún óskar eftir að fá styrk í formi afnota af íþróttasal íþróttamiðstöðvar í Ólafsfirði til þess að halda 5 vikna íþróttanámskeið fyrir börn í Fjallabyggð á aldrinum 2-3 ára og 4-5 ára á tímabilinu 14.nóvember til 12.desember. Um er að ræða 10 skipti í heilum sal og er kostnaður vegna námskeiðsins áætlaður kr. 73.500.

Bæjarráð samþykkir að veita styrk í formi afnota af íþróttasal, gjaldaliður færist af deild 06810 og lykli 9291 kr. 73.500 og bókast sem tekjur á deild 06510, lykill 0258 kr.73.500, sem bæjarráð vísar til viðauka nr.16/2018.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 588. fundur - 15.01.2019

Lagt fram erindi Jónínu Björnsdóttur, dags. 04.01.2019 þar sem óskað er eftir niðurgreiðslu/styrk vegna húsaleigu í íþróttasal íþóttamiðstöðvar í Ólafsfirði til að vera með íþróttaskóla fyrir 2-5 ára börn frá 23. janúar til 10. apríl, alls 12 skipti.

Bæjarráð lýsir ánægju sinni með íþróttaskóla fyrir börn á aldrinum 2-5 ára sem fór vel af stað á síðasta ári og samþykkir að veita styrk, kr. 80 þúsund í formi 50% afsláttar af húsaleigu á íþróttasal í Íþróttamiðstöð Fjallabyggðar, Ólafsfirði.

Bæjarráð samþykkir viðauka nr.1/2019 að upphæð kr. 80.000 við deild 06810 og lykil 9291 og að honum sé mætt með lækkun á handbæru fé og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarstjórnar.