Skár yfir þau störf sem ekki hafa verkfallsheimild

Málsnúmer 1901029

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 588. fundur - 15.01.2019

Lagt fram til kynningar erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 08.01.2019 þar sem sveitarfélög eru minnt á að samkvæmt 2. mgr. 19. gr. laga nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna skulu sveitarfélög fyrir 1. febrúar ár hvert, að undangengnu samráði við viðkomandi stéttarfélög, birta skrár yfir þau störf sem ekki hafa verkfallsheimild.
Kjarasamningar allra stéttarfélaga nema Kennarasambands Íslands renna út 31. mars 2019 og áréttað er að almenn stéttarfélög innan ASÍ semja við ríki og sveitarfélög á grundvelli laga nr. 80/1938 á meðan opinberu félögin semja samkvæmt lögum um kjarasamninga opinberra starfsmanna. Stéttarfélög sem semja á grundvelli laga nr. 80/1938 hafa ekki lagaheimild til gerðar undanþágulista komi til verkfalls.

Bæjarráð samþykkir framlagðan lista sem birtur var í b-deild Stjórnartíðinda þann 2. febrúar 2015 nr.104/2015.