Smiðja listaháskólanema í Fjallabyggð - umsókn um styrk

Málsnúmer 1901043

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 588. fundur - 15.01.2019

Lagt fram erindi Aðalheiðar S. Eysteinsdóttur fyrir hönd Alþýðuhússins, dags. 09.01.2019 þar sem óskað er eftir styrk í formi sundkorta fyrir 19 útskriftarnema Listaháskóla Íslands sem dvelja munu á Siglufirði dagana 15. til 28. janúar nk. Um er að ræða samstarfsverkefni Listaháskóla Íslands og Alþýðuhússins í samstarfi við Herhúsið og Segul 67. Nemendur Listaháskólans munu taka þátt í tveggja vikna smiðju og setja upp viðburði í Alþýðuhúsinu, Herhúsinu og Segli 67.

Bæjarráð samþykkir að veita skólaafslátt skv. gjaldskrá íþróttamiðstöðvar Fjallabyggðar.