Skíðasvæðin í Fjallabyggð - kostnaður bæjarfélagsins

Málsnúmer 1811073

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 584. fundur - 04.12.2018

Lögð fram fyrirspurn Gunnars Smára Helgasonar f.h. Trölla.is, dags. 21.11.2018 þar sem óskað er eftir upplýsingum um kostnað bæjarfélagsins við skíðasvæðin í Fjallabyggð síðastliðin 3 ár og áætlun fram í tímann eins og hún liggur fyrir núna.

Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra fræðslu-, frístunda-, og menningarmála og að taka saman upplýsingar og leggja fyrir bæjarráð.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 586. fundur - 20.12.2018

Á 584. fundi bæjarráðs óskaði bæjarráð eftir því að deildarstjóri fræðslu,- frístunda,- og menningarmála tæki saman kostnað við rekstur skíðasvæða í Fjallabyggð næstu ár og sl. 3 ár vegna fyrirspurnar Gunnars Smára Helgasonar f.h. Trölla.is
Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra fræðslu,- frístunda- og menningarmála, dags. 13.12.2018 vegna fyrirspurnar. Áætlaður kostnaður við rekstur skíðasvæðanna í Fjallabyggð á næsta ári skv. rekstrarsamningum við Skíðafélag Ólafsfjarðar og Leyningsás er samtals kr. 33.703.000 eða 6.703.000 vegna skíðasvæðisins í Tindaöxl og 27.000.000 vegna skíðasvæðisins í Skarðsdal.

Kostnaður við skíðasvæðið í Tindaöxl árið 2018 var 6.267.269 kr, árið 2017 6.145.528 kr. og árið 2016 6.010.644. kr.
Kostnaður við skíðasvæðið í Skarðsdal árið 2018 var 28.157.620 kr. árið 2017 26.897.734 kr. og árið 2016, 27.011.478.kr

Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra fræðslu,- frístunda- og menningarmála að svara erindinu.