Ósk um fyrirframgreiddan rekstrarstyrk

Málsnúmer 1811027

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 582. fundur - 20.11.2018

Lagt fram erindi Ásgríms Pálmasonar fh. Hestamannafélagsins Gnýfara dags. 01.11.2108 þar sem þess er óskað að Fjallabyggð greiði félaginu fyrirfram rekstrarstyrk næstu ára til þess að hægt sé að greiða niður skuld við Arion banka vegna reiðskemmu félagsins. Þess er einnig óskað að gengið verði frá kaldavatnsinntaki í skemmuna án íþyngjandi kostnaðar fyrir félagið.

Bæjarráð samþykkir að fresta erindinu til næsta fundar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 583. fundur - 27.11.2018

Á 582. fundi bæjarráðs samþykkti ráðið að fresta erindi Hestamannafélagsins Gnýfara um fyrirframgreiddan rekstarastyrk.

Bæjarráð samþykkir að boða forsvarsmenn Hestamannafélagsins Gnýfara á næsta fund bæjarráðs.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 585. fundur - 11.12.2018

Á fund bæjarráðs mættu Ásgeir Logi Ásgeirsson og Þorvaldur Hreinsson, forsvarsmenn Hestamannafélagsins Gnýfara og fóru yfir umsókn félagsins þess efnis að Fjallabyggð greiði félaginu fyrirfram rekstrarstyrk næstu ára til þess að hægt sé að greiða niður skuld við Arion banka vegna reiðskemmu félagsins og beiðni um að gengið verði frá kaldavatnsinntaki í skemmuna án íþyngjandi kostnaðar fyrir félagið.
Bæjarráð þakkar Ásgeiri Loga Ásgeirssyni og Þorvaldi Hreinssyni fyrir yfirferðina og samþykkir að fresta málinu til næsta fundar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 586. fundur - 20.12.2018

Bæjarráði barst erindi frá hestamannafélaginu Gnýfara þess efnis að Fjallabyggð greiði félaginu fyrir fram rekstrarstyrk næstu ára til þess að hægt sé að greiða niður skuld við Arion banka vegna reiðskemmu félagsins og beiðni um að gengið verði frá kaldavatnsinntaki í skemmuna án íþyngjandi kostnaðar fyrir félagið. Þá hafa forsvarsmenn hestamannafélagsins einnig komið á fund bæjarráðs til þess að fylgja erindinu eftir.

Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við ósk um fyrirframgreiddan rekstrarstyrk enda engin fordæmi um slíkt en rekstrarsamningur er við hestamannafélagið vegna barna- og unglingastarfs.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að koma með tillögu til bæjarráðs varðandi kaldavatnsinntak.