Ósk um lækkun eða niðurfellingu á gatnagerðargjöldum

Málsnúmer 1812027

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 586. fundur - 20.12.2018

Lagt fram erindi Bryndísar Þorsteinsdóttur, dags. 10.12.2018 fh. Sverris Björnssonar ehf. þar sem þess er óskað að Fjallabyggð komi til móts við nýbyggingu fyrirtækisins undir atvinnustarfsemi með lækkun eða niðurfellingu á gatnagerðargjöldum samkvæmt 8. gr. reglna Fjallabyggðar um Samþykkt um gatnagerðargjald og sölu byggingarrréttar í Fjallabyggð frá 04.07.2018 þar sem fram kemur að heimilt er að lækka eða fella niður gatnagerðargjald við eftirfarandi aðstæður, sbr. 6. gr. laga um gatnagerðargjald nr. 153/2006: a. Þegar bregðast á við sérstökum aðstæðum, t.d. þegar um er að ræða aðgerðir til þéttingar byggðar, uppbyggingar atvinnulífs, aukinnar ásóknar í lóðir eða eftirspurn eftir leiguhúsnæði.

Lóðinni var úthlutað til fyrirtækisins í lok árs 2016 og hafist handa við framkvæmdir á lóðinni í lok árs 2017.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar að koma með tillögu til bæjarráðs.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 598. fundur - 26.03.2019

Á 586. fundi bæjarráðs þann 20.12.2018 óskaði bæjarráð eftir tillögu bæjarstjóra varðandi erindi Sverris Björnssonar ehf, dags. 10.12.2018 vegna lækkunar eða niðurfellingar á gatnagerðargjöldum á nýbyggingu fyrirtækisins að Vesturtanga 9-11 en lóðinni var úthlutað til fyrirtækisins seint á árinu 2016.

Í vinnuskjali bæjarstjóra, dags. 15.03.2019 kemur fram að í ljósi þess að í júlí 2018 hafi reglunum um gatnagerðargjöld í Fjallabyggð verið breytt varðandi ákvæði um stöðu lóða við fullbúnar götur og uppbyggingu atvinnulífs.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að ná samkomulagi við fyrirtækið Sverrir Björnsson ehf.