Umsókn um lóð - norðan Hafnarbryggju

Málsnúmer 1812031

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 586. fundur - 20.12.2018

Lögð fram umsókn Ramma hf um lóð "B" á uppfyllingu norðan Hafnarbryggju undir iðnaðarhúsnæði.

Bæjarráð fagnar umsókninni og samþykkir að vísa erindinu til úrvinnslu tæknideildar og skipulags- og umhverfisnefndar.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 235. fundur - 16.01.2019

Lögð fram umsókn Ramma hf um lóð merkta A/1 skv. deiliskipulagi við Tjarnargötu norðan Hafnarbryggju, undir iðnaðarhúsnæði.
Samþykkt
Nefndin samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti og vísar til afgreiðslu bæjarráðs.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 589. fundur - 22.01.2019

Á 235. fundi skipulags- og umhverfisnefndar samþykkti nefndin fyrir sitt leyti og vísaði til bæjarráðs, umsókn Ramma hf um lóð merkta A/1 skv. deiliskipulagi við Tjarnargötu norðan Hafnarbryggju undir iðnaðarhúsnæði.

Lögð fram umsókn Ramma hf um lóð A/1 skv. deiliskipulagi við Tjarnargötu norðan Hafnarbryggju undir iðnaðarhúsnæði.

Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar frá 16. janúar sl. um að úthluta Ramma hf lóð A/1 skv. deiliskipulagi og lýsir ánægju sinni með fyrirhuguð byggingaráform fyrirtækisins.