Erindi vegna auglýsingaþjónustu

Málsnúmer 1812029

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 586. fundur - 20.12.2018

Lagt fram erindi Arndísar Önnu K. Gunnarsdóttur lögfræðings f.h. Hljóðsmárans, dags. 09.12.2018 er varðar hugsanlegt brot gegn ákvæði 16. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005. Með birtingu auglýsinga á heimasíðu sinni á þjónustu aðila sem eru óskyldir sveitarfélaginu. Óskað er eftir upplýsingum um það á hvaða lagagrundvelli sveitarfélagið telur sér heimilt að veita ókeypis auglýsingaþjónustu á markaði þar sem fyrir eru minnst þrjú fyrirtæki í virkri samkeppni. Óskað er eftir svörum frá sveitarfélaginu innan tveggja vikna frá dagsetningu bréfsins og berist svör ekki fyrir þann tíma verður óskað eftir athugun Samkeppniseftirlitsins á umræddri þjónustu.

Einnig lagt fram svar lögmanns Sambands íslenskra sveitarfélaga við fyrirspurn sveitarfélagsins vegna hugsanlegra brota gegn ákvæði 16. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005 þar sem fram kemur að lögmenn sambandsins telja hæpið að viðburðardagatal á heimasíðu sveitarfélaga brjóta gegn 16. gr. samkeppnislaga en benda á að gott sé að fara yfir kvartanir sem kunna að berast vegna viðburðardagatals á heimasíðu sveitarfélagsins.

Bæjarráð sér í ljósi þessa ekki ástæðu til að breyta fyrirkomulagi á viðburðardagatali á heimasíðu sveitarfélagsins þar sem það er í samræmi við heimasíður annarra sveitarfélaga.