Samningar um afslátt af líkamsræktarkortum

Málsnúmer 1811079

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 64. fundur - 10.12.2018

Haukur Sigurðsson forstöðumaður íþróttamiðstöðvar sat undir þessum lið.
Fræðslu- og frístundanefnd leggur til við bæjarráð að útkallssveit björgunarsveitanna Tinds og Stráka, að hámarki 6 einstaklingar í hvorri sveit fái árskort í líkamsræktarstöðvum íþróttamiðstöðvanna með 50% afslætti. Deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála er falið að útbúa reglur og umsóknareyðublað og birta á heimasíðu sveitarfélagsins.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 586. fundur - 20.12.2018

Á 64. fundi fræðslu- og frístundanefndar þann 10.12.2018 lagði fræðslu- og frístundanefnd til við bæjarráð að útkallssveit björgunarsveitanna Tinds og Stráka, að hámarki 6 einstaklingar í hvorri sveit fái árskort í líkamsræktarstöðvum íþróttamiðstöðvanna með 50% afslætti. Einnig var deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála falið að útbúa reglur og umsóknareyðublað og birta á heimasíðu sveitarfélagsins.

Lögð fram drög að eyðublaði vegna umsóknar björgunarsveitanna um afslátt af líkamsræktarkortum í samræmi við ákvörðun fræðslu- og frístundanefndar.

Bæjarráð samþykkir drögin og felur deildarstjóra fræðslu,- frístunda- og menningarmála að vinna málið áfram.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 66. fundur - 22.01.2019

Á 64.fundi, 10. desember sl. lagði fræðslu- og frístundanefnd til við bæjarráð að útkallssveit björgunarsveitanna Tinds og Stráka, að hámarki 6 einstaklingar í hvorri sveit fái árskort í líkamsræktarstöðvum íþróttamiðstöðvanna með 50% afslætti. Athugasemdir bárust frá björgunarsveitinni Strákum um fjölda einstaklinga. Ósk kom um að fjölga einstaklingum sem möguleika eiga á afslætti upp í 13 frá hvorri björgunarsveit. Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir það fyrir sitt leyti. Afsláttur rúmast innan fjárhagsáætlunar 2019.