Málefni vatnsveitu í Ólafsfirði

Málsnúmer 1808016

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 567. fundur - 14.08.2018

Lagt fram bréf, Ámunda Gunnarssonar slökkviliðsstjóra Fjallabyggðar, dags, 9. ágúst 2018 ásamt greinargerð Þormóðs Sigurðssonar varaslökkviliðsstjóra er varða ástand vatnsveitu í Ólafsfirði.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umsagnar bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 573. fundur - 25.09.2018

Lagt fram erindi frá Mannvirkjastofnun dags. 10. september 2018 þar sem óskað er eftir upplýsingum um tiltækt slökkvivatn í Ólafsfirði skv. 6.gr. laga nr. 75/2000 um brunavarnir.

Bæjarráð óskaði á 567. fundi sínum þann 14. ágúst sl., eftir umsögn bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar vegna málsins. Leitað var ráðgjafar VSÓ.

Bæjarstjóri og deildarstjóri tæknideildar munu leggja tillögur að úrbótum fyrir næsta fund bæjarráðs.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 574. fundur - 02.10.2018

Á 567. fundi bæjarráðs, dags. 14. ágúst sl. óskaði bæjarráð eftir umsögn bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar vegna vatnsþrýstings og slökkvivatns í Ólafsfirði.

Í minnisblaði bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar, dags. 26. september 2018 kemur fram að leitað hafi verið til VSÓ verkfræðistofu vegna lausnar málsins. Fyrirliggjandi hönnun VSÓ felur í sér að til þess að auka vatnsþrýsting og slökkvivatn á kerfinu í Ólafsfirði upp að 5 börum þurfi að setja þrýstijafnara á neðri vatnstankinn.

Áætlaður kostnaður er um 5-7 mkr. og lagt er til að framkvæmdir fari fram í maí á næsta ári.

Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til fjárhagsáætlunar fyrir árið 2019 og felur deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármáladeildar að senda Mannvirkjastofnun afrit af svari bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar í samræmi við erindi frá Mannvirkjastofnun varðandi málið sem tekið var fyrir á 573. fundi bæjarráðs dags. 25. september 2018.