Afnotastyrkbeiðni frá TBS vegna badmintonmóta 2018

Málsnúmer 1809051

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 573. fundur - 25.09.2018

Lagt fram erindi frá Maríu Jóhannsdóttur formanni Tennis- og Badmintonfélagi Siglufjarðar (TBS) dags. 17. september sl. þar sem óskað er eftir styrk í formi afnota af íþóttasal íþróttamiðstöðvar á Siglufirði fyrir unglingamót (A) í badminton sem félaginu var úthlutað af Badmintonsambandi Íslands (BSÍ). Mótið fer fram 29. og 30. september nk. og er fyrir börn og unglinga á aldrinum 8-19 ára. Áætlað er að keppendur verði um 100 talsins. Spilað verður frá kl. 9:00-18:00 þann 29. og frá 9:00-15:00 þann 30.
TBS óskar einnig eftir styrk í formi afnota af íþróttasal íþróttamiðstöðvarinnar á Siglufirði vegna unglingamóts TBS sem haldið verður 1. desember nk. fyrir börn og unglinga á aldrinum 7-17 ára. Mótið verður opið en áætlað er að keppendur komi aðallega af norðurlandi. Mótið byrjar kl. 10:00 og er áætlað að því ljúki kl. 17:00 en það fer eftir fjölda keppenda.

Bæjarráð samþykkir að veita styrk í formi afnota af íþróttahúsi, gjaldaliður vegna móts 29.-30. september færist af deild 06810 og lykli 9291 kr. 230.000. sem bókast sem tekjur á deild 06510, lykill 0258 kr. 230.000.

Gjaldaliður vegna móts 1.desember nk. færist af deild 06810 og lykli 9291 kr. 76.000. sem bókast sem tekjur á deild 06510, lykill 0258 kr. 76.000.