Húsnæðismál á landsbyggðinni

Málsnúmer 1809048

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 573. fundur - 25.09.2018

Lagt fram til kynningar erindi Íbúðarlánasjóðs dags. 11. september 2018 þar sem leitað er eftir sveitarfélögum til að taka þátt í tilraunaverkefni um uppbyggingu í húsnæðismálum á landsbyggðinni.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 615. fundur - 14.08.2019

Lagt fram til kynningar erindi Sigrúnar Ástu Magnúsdóttur fh. Íbúðalánasjóðs, dags. 25.07.2019 þar sem fram kemur að Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra hefur birt áform sín um að breyta lögum og reglugerðum í þeim tilgangi að styrkja húsnæðismarkaðinn á landsbyggðinni og koma til móts við áskoranir sem fjölmörg sveitarfélög standa frammi fyrir í húsnæðismálum. Stöðuskýrsla þess efnis er nú aðgengileg í samráðsgátt stjórnvalda og á heimasíðu Íbúðalánasjóðs.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 616. fundur - 20.08.2019

Lagt fram til kynningar erindi Einars Þorvaldar Eyjólfssonar fh. Íbúðarlánasjóðs, dags. 09.08.2019 þar sem fram kemur að Íbúðalánasjóður og Mannvirkjastofnun, að beiðni félagsmálaráðherra, boða fulltrúa sveitarfélaga til fundar á Hótel KEA fimmtudaginn 29. ágúst nk. kl. 14 þar sem farið verður yfir stöðu húsnæðisáætlana, kynntur möguleiki á húsnæðisgrunni Íbúðarlánasjóðs og notkun rafrænnar byggingagáttar Mannvirkjastofnunar.

Bæjarráð samþykkir að deildarstjóri félagsþjónustu sæki fundinn fyrir hönd Fjallabyggðar.