Bæjarráð Fjallabyggðar

565. fundur 23. júlí 2018 kl. 16:30 - 18:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Helga Helgadóttir formaður, D lista
  • Nanna Árnadóttir aðalmaður, I lista
  • Jón Valgeir Baldursson aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Framkvæmdir á Slökkvistöð Ólafsfirði

Málsnúmer 1807033Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað deildarstjóra tæknideildar þar sem óskað er eftir heimild bæjarráðs til þess að halda lokað útboð vegna framkvæmda við slökkvistöðina á Ólafsfirði. Norður og austurhlið hússins verður einangruð og klædd, skipt verður um glugga á sömu hliðum og settur stigi fyrir innkomu á aðra hæð.

Eftirtöldum aðilum verði gefin kostur á að bjóða í verkið: Trésmíði ehf, GJ smiðir ehf, Berg ehf og L7 ehf.

Bæjarráð samþykkir beiðni deildarstjóra.

2.Bakkabyggð - Ólafsfjörður

Málsnúmer 1807050Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri óskar eftir heimild til lokaðs útboðs vegna gerðar götu í Bakkabyggð Ólafsfirði.

Eftirtöldum aðilum verði gefin kostur á að bjóða í verkið:

Árni Helgason ehf
Smári ehf
Bás ehf
Sölvi Sölvason
Magnús Þorgeirsson

Bæjarráð samþykkir beiðni bæjarstjóra og vísar erindinu til deildarstjóra tæknideildar.

3.Umbótaáætlun Grunnskóla Fjallabyggðar

Málsnúmer 1604017Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá Mennta- og Menningarmálaráðuneyti varðandi eftirfylgni með úttekt á Grunnskóla Fjallabyggðar, þar sem þakkað er fyrir umbeðnar upplýsingar.

4.Umsókn um námsvist utan lögheimilissveitarfélags

Málsnúmer 1807032Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn um námsvist grunnskólanema utan lögheimilissveitarfélags.

Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti. Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu deildarstjóra fræðslu-, frístunda-, og menningarmála.

5.Umsókn um leyfi til lendingar þyrlu á Siglufirði

Málsnúmer 1806055Vakta málsnúmer

Á 551. fundi bæjarráðs þann 19.júní sl. vísaði bæjarráð erindi Björgvins Björgvinssonar fyrir hönd Viking Heliskiing um leyfi til lendingar þyrlu á Siglufirði til umsagnar Skipulags- og umhverfisnefndar.

Í umsögn Skipulags- og umhverfisnefndar kemur fram að nefndin telur staðsetning lendingarsvæðis þyrlu á umræddu svæði ekki vera heppileg með tillit til hávaðamengunar, nálægðar við íbúabyggð, þjóðveg í þéttbýli og ferðamannasvæði. Ákjósanlegur lendingarstaður gæti verið á Siglufjarðarflugvelli.

Bæjarráð tekur undir umsögn Skipulags- og umhverfisnefndar og boðar forsvarsmenn Viking Heliskiing á næsta fund bæjarráðs.

6.Trúnaðarstöður samkvæmt samþykktum Fjallabyggðar 2018 - 2022

Málsnúmer 1806014Vakta málsnúmer

Elín Arnardóttir hefur sagt sig frá í Vettvangsstjórn Fjallabyggðar með bréfi dags. 28. maí 2015.

Bæjarráð samþykkir að endurskoða skipan í Vettvangsstjórn Fjallabyggðar.

7.Áætlun um að reisa styttu af Gústa guðsmanni

Málsnúmer 1707064Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dagsett 13. júlí 2018 frá stjórn Sigurvins - áhugamannafélagi um minningu Gústa guðsmanns á Siglufirði.

Þar sem óskað er eftir að bæjarfélgið skipuleggi og kosti umhverfi styttunar t.d. með gangstéttarhellum og bekkjum, svo og að hanna og steypa undirstöður styttunnar.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til deildarstjóra tæknideildar til umsagnar og kostnaðaráætlunar.


8.Símkerfi Fjallabyggðar

Málsnúmer 1807003Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála varðandi símkerfi Fjallabyggðar þar sem óskað er eftir því að leitað verði tilboða í símkerfi.

Bæjarráð samþykkir erindið.

9.Trúnaðarmál - Innheimta

Málsnúmer 1806061Vakta málsnúmer

Niðurstaða færð í trúnaðarbók.

10.Fæðispeningar v. starfsfólks Íþróttamiðstöðvar Fjallabyggðar.

Málsnúmer 1804035Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá formanni Starfsmannafélags Fjallabyggðar Guðbirni Arngrímssyni þar sem óskað er eftir því að sveitarfélagið endurskoði afstöðu sína til greiðslu fæðispeninga starfsmanna íþróttamiðstöðvar Fjallabyggðar á Ólafsfirði.

Bæjarráð samþykkir að fresta erindi til næsta fundar bæjarráðs.

11.Húseignin Hólavegur 12

Málsnúmer 1807051Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá íbúum á Hólavegi 3, 5 og 11 varðandi óviðunandi ástands á húseigninni við Hólaveg 12.

Bæjarráð vísar erindinu til úrvinnslu deildarstjóra tæknideildar.

12.Brú yfir Skútuá Siglufirði - endurbætur, sorphirðu- og vatnsveitumál tengt Visnesi

Málsnúmer 1507052Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dagsett 20. júlí 2018 frá Guðrúnu Sölvadóttur varðandi endurbætur á brú yfir Skútuá Siglufirði, kaldavatnsleiðslu og sorphirðu.

Bæjarráð óskar eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar.

13.Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 1805015Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem boðað er til XXXII landsþings sambandsins sem haldið verður á Akureyri daganna 26. - 28. september 2018.

Fulltrúar Fjallabyggðar verða Helga Helgadóttir , Ingibjörg G. Jónsdóttir og Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri.

14.Málefni þjóðlendna

Málsnúmer 1807043Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá Forsætisráðuneytinu sem hyggst halda fund fimmtudaginn 30. ágúst nk. kl. 14.00 í Ráðhúsi Akureyrar um málefni þjóðlendna.
Að þessu sinni er einnig ætlunin að bjóða forsvarsmönnum fjallskilanefnda á fundinn.

15.Sumarefni frá Saman-hópnum

Málsnúmer 1807046Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar sumarefni frá Saman-hópnum.
Þar sem hvatt er til samveru fjölskyldunnar.

Allt kynningarefni má nálgast á vef hópsins: http://www.samanhopurinn.is/kynningarefni

16.Úrslit - Menningarminjakeppni grunnskólanna

Málsnúmer 1807048Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar úrslit í Menningarminjakeppni grunnskólanna voru tilkynnt fimmtudaginn 5. júlí og hreppti Magndís Hugrún Valgeirsdóttir, nemandi í 6. bekk í Grunnskólanum á Drangsnesi, fyrsta sætið. Vinningsverkefni Magndísar er þriggja mynda vatnslitasería sem sýnir ólíka þætti tilverunnar á hvalveiðistöðinni á Strákatanga við Steingrímsfjörð á meðan hún var starfrækt á sautjándu öld.

Nemendur úr Grunnskóla Fjallabyggðar hrepptu annað sætið, þær Sandra Rós Bryndísardóttir, Þórný Harpa Rósinkranz Heimisdóttir og Karen Sif Sigurbergsdóttir, fyrir myndbandsverk um Evanger verksmiðjuna á Siglufirði.

Í þriðja sæti var Guðbjörg Ósk Halldórsdóttir, nemandi í 4. bekk í Grunnskólanum á Drangsnesi, en hún samdi örljóð um það sem hún hafði lært í heimsókn á Strákatanga.

Bæjarráð óskar nemendum Grunnskóla Fjallabyggðar til hamingju með árangurinn.

17.Fundargerðir stjórnar Leyningsáss ses - 2018

Málsnúmer 1805076Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir stjórnar Leyningsáss og aðalfundar Leyningsáss sem haldnir voru 5. júlí sl..

18.Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 112

Málsnúmer 1807002FVakta málsnúmer

  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 112. fundur - 11. júlí 2018 Lagt fram til kynningar erindisbréf félagsmálanefndar. Bókun fundar Afgreiðsla 112. fundar Félagsmálanefndar Fjallabyggðar staðfest á 565. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 112. fundur - 11. júlí 2018 Nefndarmenn undirrituðu drengskaparheit um þagnarskyldu með vísan í 28. grein sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Bókun fundar Afgreiðsla 112. fundar Félagsmálanefndar Fjallabyggðar staðfest á 565. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 112. fundur - 11. júlí 2018 Samband íslenskra sveitarfélaga er að hefja undirbúning námskeiða fyrir kjörna fulltrúa í félagsmálanefndum og starfsfólk að afloknum sveitarstjórnarkosningum. Sambandið mun senda út könnun til formanna nefndanna með ósk um hugmyndir eða tillögur sem gagnast við uppfærslu á námskeiði og fræðsluefni. Timasetning námskeiðanna hefur ekki verið ákveðin. Bókun fundar Afgreiðsla 112. fundar Félagsmálanefndar Fjallabyggðar staðfest á 565. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 112. fundur - 11. júlí 2018 Lögð fram til kynningar könnun Varasjóðs húsnæðismála varðandi félagslegra íbúða Sveitarfélaga.Félagsmálanefnd mun taka málið til frekari skoðunar á næsta fundi nefndarinnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 112. fundar Félagsmálanefndar Fjallabyggðar staðfest á 565. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 112. fundur - 11. júlí 2018 Með breytingu á lögum félagsþjónustu sveitarfélaga eru gerðar ýmsar breytingar á skipulagi, stjórn og hlutverki félagsmálanefnda og hnykkt á eftirlitshlutverki ráðherra. Skýrar er kveðið á um feril ágreiningsmála og málskot innan stjórnkerfisins. Þá er kveðið sérstaklega á um samráð við notendur félagsþjónustu og um störf notendaráða. Fjallað er um samninga við einkaaðila og starfsleyfisveitingar til einkaaðila sem hyggjast veita þjónustu samkvæmt frumvarp­inu. Loks eru gerðar breytingar á kaflanum sem snúa að félagslegri heimaþjónustu, aksturs­þjónustu og húsnæðismálum. Bókun fundar Afgreiðsla 112. fundar Félagsmálanefndar Fjallabyggðar staðfest á 565. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 112. fundur - 11. júlí 2018 Lögð fram til kynningar ný reglugerð um starfsemi Fasteignasjóðs Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Bókun fundar Afgreiðsla 112. fundar Félagsmálanefndar Fjallabyggðar staðfest á 565. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 112. fundur - 11. júlí 2018 Lagt fram erindi frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga varðandi notendastýrða persónulega aðstoð (NPA). Í erindinu kemur m.a. fram umsóknarfretur vegna NPA samninga í ár er til 15. ágúst nk. Bókun fundar Afgreiðsla 112. fundar Félagsmálanefndar Fjallabyggðar staðfest á 565. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 112. fundur - 11. júlí 2018 Lögð fram tillaga að reglum fyrir dagdvöl aldraðra í Fjallabyggð. Félagsmálanefnd samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti. Bókun fundar Afgreiðsla 112. fundar Félagsmálanefndar Fjallabyggðar staðfest á 565. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 112. fundur - 11. júlí 2018 Lögð fram til kynningar gjaldskrá Sjúkratrygginga Íslands fyrir dagdvöl aldraðra, nr. 647/2018. Bókun fundar Afgreiðsla 112. fundar Félagsmálanefndar Fjallabyggðar staðfest á 565. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.

19.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 228

Málsnúmer 1807003FVakta málsnúmer

  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 228. fundur - 5. júlí 2018 Tæknideild falið að kynna tillöguna í samræmi við 2.mgr. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Afgreiðsla 228. fundar Skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar staðfest á 565. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 228. fundur - 5. júlí 2018 Nefndin samþykkir úthlutun lóðarinnar fyrir sitt leyti og vísar málinu til afgreiðslu bæjarráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 228. fundar Skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar staðfest á 565. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 228. fundur - 5. júlí 2018 Nefndin samþykkir úthlutun lóðarinnar fyrir sitt leyti og vísar málinu til afgreiðslu bæjarráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 228. fundar Skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar staðfest á 565. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 228. fundur - 5. júlí 2018 Nefndin felur tæknideild að grenndarkynna fyrirhugaða framkvæmd aðliggjandi lóðarhöfum í samræmi við 44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Afgreiðsla 228. fundar Skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar staðfest á 565. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 228. fundur - 5. júlí 2018 Erindi samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 228. fundar Skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar staðfest á 565. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 228. fundur - 5. júlí 2018 Samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 228. fundar Skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar staðfest á 565. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 228. fundur - 5. júlí 2018 Samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 228. fundar Skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar staðfest á 565. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 228. fundur - 5. júlí 2018 Samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 228. fundar Skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar staðfest á 565. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 228. fundur - 5. júlí 2018 Nefndin tekur vel í erindið og óskar eftir frekari upplýsingum um útfærslu svæðisins. Bókun fundar Afgreiðsla 228. fundar Skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar staðfest á 565. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 228. fundur - 5. júlí 2018 Tæknideild falið að skoða möguleika á staðsetningu reykkofa í samráði við hagsmunaaðila í Ólafsfirði og Siglufirði. Bókun fundar Afgreiðsla 228. fundar Skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar staðfest á 565. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 228. fundur - 5. júlí 2018 Málinu er frestað með vísun í bókun 10. liðar í þessari fundargerð. Bókun fundar Afgreiðsla 228. fundar Skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar staðfest á 565. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 228. fundur - 5. júlí 2018 Málinu er frestað með vísun í bókun 10. liðar í þessari fundargerð. Bókun fundar Jón Valgeir Baldusson vék af fundi undir þessum lið.

    Afgreiðsla 228. fundar Skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar staðfest á 565. fundi bæjarráðs með 2 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 228. fundur - 5. júlí 2018 Málinu er frestað með vísun í bókun 10. liðar í þessari fundargerð. Bókun fundar Afgreiðsla 228. fundar Skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar staðfest á 565. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 228. fundur - 5. júlí 2018 Málinu er frestað með vísun í bókun 10. liðar í þessari fundargerð. Bókun fundar Afgreiðsla 228. fundar Skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar staðfest á 565. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 228. fundur - 5. júlí 2018 Með vísun í bókun skipulags- og umhverfisnefndar frá 11. desember 2017 var undanþága veitt til 30. júní 2018. Að þeim tíma liðnum yrðu ekki frekari undanþágur veittar fyrir búfjárhald í húsinu. Ósk um undanþágu til búfjárhalds á Flugvallarvegi 2 er því hafnað. Bókun fundar Afgreiðsla 228. fundar Skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar staðfest á 565. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 228. fundur - 5. júlí 2018 Nefndin telur staðsetning lendingarsvæðis þyrlu á umræddu svæði ekki vera heppileg með tillit til hávaðamengunar, nálægðar við íbúabyggð, þjóðveg í þéttbýli og ferðamannasvæði. Ákjósanlegur lendingarstaður gæti verið á Siglufjarðarflugvelli. Bókun fundar Afgreiðsla 228. fundar Skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar staðfest á 565. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 228. fundur - 5. júlí 2018 Erindi samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 228. fundar Skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar staðfest á 565. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 228. fundur - 5. júlí 2018 Nefndin fellst á beiðnina en bendir á að umsækjandi þarf að afla samþykkis Vegagerðarinnar þar sem um ljósastaur við þjóðveg í þéttbýli er að ræða. Bókun fundar Afgreiðsla 228. fundar Skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar staðfest á 565. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 228. fundur - 5. júlí 2018 Nefndin felur tæknideild að senda inn athugasemdir vegna málsins. Bókun fundar Afgreiðsla 228. fundar Skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar staðfest á 565. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 228. fundur - 5. júlí 2018 Nefndin leggur til að reynt verði að hefta frekari útbreiðslu lúpínu á ákveðnum svæðum í sveitarfélaginu og gert verði ráð fyrir því í fjárhagsáætlun. Bókun fundar Afgreiðsla 228. fundar Skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar staðfest á 565. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 18:00.