Framkvæmdir á Slökkvistöð Ólafsfirði

Málsnúmer 1807033

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 565. fundur - 23.07.2018

Lagt fram minnisblað deildarstjóra tæknideildar þar sem óskað er eftir heimild bæjarráðs til þess að halda lokað útboð vegna framkvæmda við slökkvistöðina á Ólafsfirði. Norður og austurhlið hússins verður einangruð og klædd, skipt verður um glugga á sömu hliðum og settur stigi fyrir innkomu á aðra hæð.

Eftirtöldum aðilum verði gefin kostur á að bjóða í verkið: Trésmíði ehf, GJ smiðir ehf, Berg ehf og L7 ehf.

Bæjarráð samþykkir beiðni deildarstjóra.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 567. fundur - 14.08.2018

Tilboð voru opnuð mánudaginn 13. ágúst 2018
vegna endurbóta utanhúss á Strandgötu 22, Ólafsfirði (slökkvistöð).

Eftirfarandi tilboð bárust:

Berg ehf 17.821.600
GJ smiðir ehf 14.325.521
L7 ehf 16.835.500

Kostnaðaráætlun 15.937.000

Bæjarráð samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda.