Úrslit - Menningarminjakeppni grunnskólanna

Málsnúmer 1807048

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 565. fundur - 23.07.2018

Lögð fram til kynningar úrslit í Menningarminjakeppni grunnskólanna voru tilkynnt fimmtudaginn 5. júlí og hreppti Magndís Hugrún Valgeirsdóttir, nemandi í 6. bekk í Grunnskólanum á Drangsnesi, fyrsta sætið. Vinningsverkefni Magndísar er þriggja mynda vatnslitasería sem sýnir ólíka þætti tilverunnar á hvalveiðistöðinni á Strákatanga við Steingrímsfjörð á meðan hún var starfrækt á sautjándu öld.

Nemendur úr Grunnskóla Fjallabyggðar hrepptu annað sætið, þær Sandra Rós Bryndísardóttir, Þórný Harpa Rósinkranz Heimisdóttir og Karen Sif Sigurbergsdóttir, fyrir myndbandsverk um Evanger verksmiðjuna á Siglufirði.

Í þriðja sæti var Guðbjörg Ósk Halldórsdóttir, nemandi í 4. bekk í Grunnskólanum á Drangsnesi, en hún samdi örljóð um það sem hún hafði lært í heimsókn á Strákatanga.

Bæjarráð óskar nemendum Grunnskóla Fjallabyggðar til hamingju með árangurinn.