Bæjarráð Fjallabyggðar

556. fundur 15. maí 2018 kl. 12:00 - 13:15 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
 • Steinunn María Sveinsdóttir formaður, S lista
 • S. Guðrún Hauksdóttir varaformaður, D lista
 • Hilmar Þór Elefsen aðalmaður, S lista
 • Jón Valgeir Baldursson áheyrnarfulltrúi, B lista
Starfsmenn
 • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
 • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Ráðhús Fjallabyggðar, utanhússviðgerðir

Málsnúmer 1805028Vakta málsnúmer

Tekin fyrir beiðni deildarstjóra tæknideildar um heimild til þess að halda lokað útboð vegna utanhússviðgerðar á Ráðhúsi Fjallabyggðar, Siglufirði. Eftirtöldum aðilum yrði gefinn kostur á að bjóða í verkið:

Berg ehf.
L7 ehf.
GJ Smiðir ehf.
Trésmíði ehf.

Bæjarráð samþykkir að veita heimild til lokaðs útboðs.

2.Fráveita Ólafsfirði 2018

Málsnúmer 1802087Vakta málsnúmer

Tilboð voru opnuð í framkvæmdir við fráveitu í Ólafsfirði þann 14. maí sl. Eftirfarandi tilboð barst:

Árni Helgason ehf. - 60.264.039 kr.

Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 61.754.700 kr.

Bæjarráð samþykkir að taka tilboði Árna Helgasonar ehf.

3.Endurnýjun á þaki Tónlistarskólans á Siglufirði

Málsnúmer 1804141Vakta málsnúmer

Tilboð voru opnuð í endurnýjun á þaki tónlistarskólans á Siglufirði þann 14. maí sl. Eftirfarandi tilboð barst:

L7 ehf. - 8.987.500 kr.

Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 5.125.000 kr.

Deildarstjóri tæknideildar óskar eftir heimild til þess að semja við L7 ehf. um lækkun á tilboði.

Bæjarráð samþykkir beiðni deildarstjóra.

4.Rekstraryfirlit - 2018

Málsnúmer 1804092Vakta málsnúmer

Farið yfir rekstraryfirlit fyrir janúar til mars 2018. Reksturinn er í góðu jafnvægi.

5.Launayfirlit tímabils - 2018

Málsnúmer 1801031Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar launayfirlit yfir fyrstu fjóra mánuði ársins.

6.Ársreikningur Fjallabyggðar - 2017

Málsnúmer 1804132Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar endurskoðunarskýrsla KMPG vegna gerðar ársreiknings Fjallabyggðar fyrir árið 2017 og fréttatilkynning sem send var út vegna ársreikningsins.

7.Rekstur tjaldsvæða 2018

Málsnúmer 1802042Vakta málsnúmer

Tekin fyrir tillaga deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála og markaðs- og menningarfulltrúa að greiðslukvittanakerfi fyrir tjaldsvæði Fjallabyggðar. Tilgangurinn með kerfinu er að utanumhald um innkomu á tjaldsvæðin í Fjallabyggð verði samræmt.

Leitað var tilboða í kvittanahefti og merkimiða og hefur tilboð borist frá Tunnunni ehf og Ásprent ehf.

Bæjarráð samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda Ásprents ehf.

Þá leggur deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála til að hlutdeild Fjallabyggðar í hreinlætiskostnaði vegna tjaldsvæðisins verði hækkuð en hún nemur nú 12% af kostnaði.

Bæjarráð samþykkir að hlutdeildin verði hækkuð í 20%.

8.Samstarfssamningur Fjallabyggðar og Hestamannafélagsins Glæsir

Málsnúmer 1804130Vakta málsnúmer

Drög að nýjum samstarfssamningi við Hestamannafélagið Glæsi voru send félaginu. Gerð er athugasemd við styrkupphæð og óskað eftir því að hún verði hækkuð.

Bæjarráð samþykkir að styrkupphæðin verði hækkuð um 100.000 kr. og verði samtals 1.200.000 kr. á samningstímabilinu en samningurinn er gerður til tveggja ára.

Bæjarráð samþykkir viðauka nr.3/2018 að upphæð kr. 100.000. við deild 06810 og lykil 9291 og að honum sé mætt með lækkun á handbæru fé og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarstjórnar.

9.Samstarfssamningur Fjallabyggðar og Hestamannafélagsins Gnýfara

Málsnúmer 1804129Vakta málsnúmer

Drög að nýjum samstarfssamningi við Hestamannafélagið Gnýfara voru send félaginu.

Bæjarráð samþykkir að styrkupphæðin verði hækkuð um 100.000 kr. og verði samtals 1.200.000 kr. á samningstímabilinu en samningurinn er gerður til tveggja ára.

Bæjarráð samþykkir viðauka nr.3/2018 að upphæð kr. 100.000. við deild 06810 og lykil 9291 og að honum sé mætt með lækkun á handbæru fé og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarstjórnar.

10.Vefmyndavél í turni Siglufjarðarkirkju

Málsnúmer 1805025Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Gunnari Smára Helgasyni, f.h. Trölla.is. Fyrirtækið hyggst setja upp vefmyndavél í turni Siglufjarðarkirkju og er spurt hvort Fjallabyggð hafi eitthvað við uppsetningu vélarinnar að athuga.

Bæjarráð felur deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála að leita álits lögfræðings sveitarfélagsins vegna persónuverndar.

11.Koma skemmtiferðaskipa á Siglufjörð 2018

Málsnúmer 1711062Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar skrá yfir komur skemmtiferðaskipa til Siglufjarðar árið 2018. Alls eru 42 komur áætlaðar í sumar. Nú þegar hafa 20 komur verið bókaðar sumarið 2019.

Hægt er að sjá yfirlit yfir komur skemmtiferðaskipa til Siglufjarðar á vefslóðinni:

https://www.fjallabyggd.is/port

12.Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 1805015Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga vegna landsþings sambandsins sem haldið verður á Akureyri dagana 25.-28. september nk.
Fjallabyggð á tvo fulltrúa á þinginu auk bæjarstjóra.

Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála að bóka gistingu fyrir fulltrúa Fjallabyggðar.

13.Greið leið ehf - 2018

Málsnúmer 1804131Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð aðalfundar Greiðrar leiðar ehf. sem haldinn var 11. maí sl., og samþykktur ársreikningur félagsins.

14.Sorporkustöð

Málsnúmer 1805030Vakta málsnúmer

Lögð fram skýrsla Braga Más Valgeirssonar, Júlíusar Sólnes og Stefáns Guðsteinssonar um sorporku og hugmynd að sorporkustöð í Ísafirði eða Bolungarvík. Safna mætti sorpi saman í pressugámum og opnum gámum á lykilstöðum meðfram strönd Íslands og síðan yrði það flutt í eina stóra sorporkustöð, þar sem því yrði fargað og umbreytt í hita- og raforku.

Bæjarráð óskar eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar.

15.Vegleg sýningarskrá fyrir sýninguna "Húsin í bænum"

Málsnúmer 1805029Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Siglfirðingafélaginu þar sem Fjallabyggð er boðin til kaups sýningarskrá sem útbúin hefur verið í tengslum við sýninguna "Húsin í bænum". Sýningin verður haldin í Bláa húsinu á Siglufirði þann 19. maí nk. Sýningarskráin kostar 2.000 kr.

Bæjarráð samþykkir að kaupa 10 sýningarskrár, að upphæð 20.000 kr. sem færist af lið 21550-4913.

16.Varðar Álfhól - hringsjá

Málsnúmer 1708037Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Viktoríu Særúnu Gestsdóttur, þar sem hún lýsir yfir vonbrigðum sínum með að ekki verði ráðist í framkvæmdir á árinu 2018 við að gera aðgengi betra að hringsjá á Álfhól, Siglufirði.

Bæjarráð þakkar Viktoríu fyrir bréfið og vísar erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2019.

17.Flugklasinn Air 66N

Málsnúmer 1803077Vakta málsnúmer

Vorráðstefna Markaðsstofu Norðurlands og flugklasans Air66N var haldin 3. maí sl.

Upptöku af ráðstefnunni má finna á vefslóðinni: https://www.youtube.com/watch?v=q69egoTpzg0 og á heimasíðu Markaðsstofu Norðurlands www.northiceland.is.

18.Málþing um áhersluverkefni Sóknaráætlunar Norðurlands eystra

Málsnúmer 1805042Vakta málsnúmer

Málþing um áhersluverkefni Sóknaráætlunar Norðurlands eystra verður haldið á Hótel KEA á Akureyri þriðjudaginn 15. maí kl. 13:00-16:30.

Lagt fram til kynningar.

19.Fundargerðir nefnda og stjórna Fjallabyggðar - 2018

Málsnúmer 1801013Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar 6. fundur afmælisnefndar vegna 100 ára kaupstaðarafmælis Siglufjarðar.

20.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 226. fundur - 14. maí 2018

Málsnúmer 1805011FVakta málsnúmer

 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 226. fundur - 14. maí 2018 Eitt af því sem einkennir mörg steinsteypt hús á Siglufirði frá þriðja og fjórða áratug 20. aldar, eru kantaðir steypuhnallar á gaflbrúnum húsanna.
  Nefndin telur mikilvægt að varðveita þetta einkenni frá húsum þessa tíma og gerir þá kröfu að teikningum verði breytt þannig að útlit og form steypuhnalla (brandmúr) á göflum hússins haldi sér. Að öðru leyti samþykkir nefndin umsókn um byggingarleyfi.
  Bókun fundar Afgreiðsla 226. fundar skipulags og umhverfisnefndar staðfest á 556. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 226. fundur - 14. maí 2018 Samkvæmt umsókn og fylgigögnum sem lögð voru fram, er gert ráð fyrir að hæð hússins sem telur tvær hæðir, sé 8,80m. Líklegt er að þessi hæð muni hafa í för með sér töluvert skuggavarp á íbúðir sem standa við Aðalgötu 9-15.
  Umsókn um byggingarleyfi er því hafnað, en nefndin fer fram á að hæð hússins verði að hámarki 7,5m í mæni og óskar eftir að gerð verði greining á skuggavarpi samhliða nýrri umsókn um byggingarleyfi. Einnig að fram komi í byggingarlýsingu hversu mörg bílastæði komi til með að vera við húsið.
  Bókun fundar Afgreiðsla 226. fundar skipulags og umhverfisnefndar staðfest á 556. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 226. fundur - 14. maí 2018 Nefndin leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt í samræmi við 2.mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Þar sem breytingin varðar ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og umsækjanda, er fallið frá grenndarkynningu. Bókun fundar Afgreiðsla 226. fundar skipulags og umhverfisnefndar staðfest á 556. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 226. fundur - 14. maí 2018 Erindi samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 226. fundar skipulags og umhverfisnefndar staðfest á 556. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 226. fundur - 14. maí 2018 Erindi samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 226. fundar skipulags og umhverfisnefndar staðfest á 556. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 226. fundur - 14. maí 2018 Nefndin leggur til við bæjarstjórn að tillaga þessi verði samþykkt og send mennta- og menningarmálaráðherra til staðfestingar í samræmi við lög um verndarsvæði í byggð nr. 87/2015. Bókun fundar Afgreiðsla 226. fundar skipulags og umhverfisnefndar staðfest á 556. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 226. fundur - 14. maí 2018 Erindi samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 226. fundar skipulags og umhverfisnefndar staðfest á 556. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 226. fundur - 14. maí 2018 Nefndin vísar erindi Bás ehf. til bæjarráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 226. fundar skipulags og umhverfisnefndar staðfest á 556. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 226. fundur - 14. maí 2018 Nefndin óskar eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar. Bókun fundar Afgreiðsla 226. fundar skipulags og umhverfisnefndar staðfest á 556. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 226. fundur - 14. maí 2018 Nefndin samþykktir framlagða samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 226. fundar skipulags og umhverfisnefndar staðfest á 556. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 226. fundur - 14. maí 2018 Nefndin samþykkir tímabundið stöðuleyfi til 30. september 2018. Bókun fundar Afgreiðsla 226. fundar skipulags og umhverfisnefndar staðfest á 556. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 226. fundur - 14. maí 2018 Málun á ljóstastaurum við Túngötu er hafnað þar sem þeir eru í eigu Vegagerðarinnar.
  Nefndin heimilar málum fótspora fyrir framan Túngötu 40a.
  Bókun fundar Afgreiðsla 226. fundar skipulags og umhverfisnefndar staðfest á 556. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 226. fundur - 14. maí 2018 Nefndin þakkar fyrir ábendinguna. Bæjaryfirvöld hafa ekki gefið leyfi fyrir æðarvarpi í hólmanum.
  Nefndin bendir á að upphaflega var hólminn útbúinn til að laða að álftir á tjörnina.
  Bókun fundar Afgreiðsla 226. fundar skipulags og umhverfisnefndar staðfest á 556. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 226. fundur - 14. maí 2018 Umræða tekin um vorverk í Fjallabyggð. Nefndin samþykkir að lækka tré og snyrta runna við tjörnina í Ólafsfirði og tjaldsvæðið, við stofnanir bæjarins og á öðrum opnum svæðum. Einnig að fjölga bekkjum og ruslatunnum. Bókun fundar Afgreiðsla 226. fundar skipulags og umhverfisnefndar staðfest á 556. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 226. fundur - 14. maí 2018 Erindi samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 226. fundar skipulags og umhverfisnefndar staðfest á 556. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 13:15.