Rekstur tjaldsvæða 2018

Málsnúmer 1802042

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 543. fundur - 20.02.2018

Lagður fram tölvupóstur frá Margréti Sveinbergsdóttur og Baldvini Júlíussyni, þar sem þau tilkynna að þau muni ekki sækjast eftir því að endurnýja samning um rekstur tjaldsvæða á Siglufirði.
Bæjarráð þakkar þeim fyrir gott samstarf.

Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra fræðslu-, frístunda og markaðsmála að auglýsa eftir áhugasömum aðilum varðandi rekstur á tjaldsvæðum á Siglufirði sumarið 2018.

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 41. fundur - 07.03.2018

Lagt fram til kynningar.
Baldvin Júlíusson og Margrét Sveinbergsdóttir munu ekki sækjast eftir endurnýjun þjónustusamnings um tjaldsvæði Fjallabyggðar á Siglufirði.
Markaðs- og menningarnefnd þakkar þeim vel unnin störf.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 556. fundur - 15.05.2018

Tekin fyrir tillaga deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála og markaðs- og menningarfulltrúa að greiðslukvittanakerfi fyrir tjaldsvæði Fjallabyggðar. Tilgangurinn með kerfinu er að utanumhald um innkomu á tjaldsvæðin í Fjallabyggð verði samræmt.

Leitað var tilboða í kvittanahefti og merkimiða og hefur tilboð borist frá Tunnunni ehf og Ásprent ehf.

Bæjarráð samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda Ásprents ehf.

Þá leggur deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála til að hlutdeild Fjallabyggðar í hreinlætiskostnaði vegna tjaldsvæðisins verði hækkuð en hún nemur nú 12% af kostnaði.

Bæjarráð samþykkir að hlutdeildin verði hækkuð í 20%.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 557. fundur - 22.05.2018

Á fundi bæjarráðs þann 15.maí sl. samþykkti bæjarráð að taka greiðslukvittanakerfi fyrir tjaldsvæði Fjallabyggðar í notkun. Eftir samtöl við rekstraraðila leggur deildarstjóri fræðslu-, frístunda og menningarmála til að taka í notkun smáforrit sem hannað er til að halda utan um rekstur tjaldsvæða.

Kostnaður við forritið og límmiða er kr. 115.980.

Bæjarráð samþykkir tillögu deildarstjóra og felur deildarstjóra afgreiðslu málsins.

Áður samþykkt tillaga að viðauka leiðréttist í samræmi við bókun þessa.

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 49. fundur - 05.12.2018

Ida M Semey vék á fundi undir þessum lið. Varamaður hennar Guðrún Linda Rafnsdóttir sat í hennar stað. Þjónustusamningar um um rekstur tjaldsvæða Fjallabyggðar eru lausir. Markaðs- og menningarnefnd þakkar þjónustuaðilum fyrir störf sín. Markaðs- og menningarnefnd leggur til við bæjarráð að auglýst verði eftir rekstraraðilum fyrir tjaldsvæði í báðum byggðarkjörnum fyrir árið 2019.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 585. fundur - 11.12.2018

Á 45. fundi markaðs- og menningarnefndar Fjallabyggðar dags. 05.12.2018 lagði nefndin til við bæjarráð að auglýst verði eftir rekstraraðilum fyrir tjaldsvæði í báðum byggðarkjörnum fyrir árið 2019 þar sem samningar eru lausir. Einnig lagt fram vinnuskjal deildarstjóra fræðslu-, frísunda- og menningarmála dags.06.12.2018 þar sem lagt er til að auglýst verði starf þjónustuaðila sem fyrst á nýju ári, samningar milli byggðarkjarna verði samræmdir og upplýsingaflæði verði eflt og yfirlit vegna nýtingar og rafmagns verði skilað reglulega með rafrænum hætti.
Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að auglýsa starf þjónustuaðila við tjaldsvæði Fjallabyggðar sem fyrst á nýju ári og að tekið verði tillit til ábendinga deildarstjóra varðandi samræmingu, aukið eftirlit og viðveru þjónustuaðila á tjaldsvæði.