Vefmyndavél í turni Siglufjarðarkirkju

Málsnúmer 1805025

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 556. fundur - 15.05.2018

Tekið fyrir erindi frá Gunnari Smára Helgasyni, f.h. Trölla.is. Fyrirtækið hyggst setja upp vefmyndavél í turni Siglufjarðarkirkju og er spurt hvort Fjallabyggð hafi eitthvað við uppsetningu vélarinnar að athuga.

Bæjarráð felur deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála að leita álits lögfræðings sveitarfélagsins vegna persónuverndar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 557. fundur - 22.05.2018

Á fundi bæjarráðs þann 15. maí var tekið fyrir erindi frá Trölla.is vegna uppsetningar vefmyndavélar í turni Siglufjarðarkirkju og samþykkti bæjarráð að leita álits lögfræðings sveitarfélagsins vegna persónuverndar.

Í svari lögfræðings kemur fram að uppsetning vefmyndavélarinnar fellur undir persónuverndarlög og er ekki í samræmi við leyfðan tilgang samkvæmt 4. gr. reglnanna þar sem segir að rafræn vöktun verði að fara fram í yfirlýstum, skýrum tilgangi, s.s. í þágu öryggis og eignavörslu.

Í ljósi umsagnar lögfræðings bæjarfélagsins þá sér bæjarráð sér ekki fært að veita jákvæða umsögn.