Samstarfssamningur Fjallabyggðar og Hestamannafélagsins Gnýfara

Málsnúmer 1804129

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 554. fundur - 02.05.2018

Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála sat undir þessum lið.

Lögð fram drög að nýjum samstarfssamningi Fjallabyggðar og Hestamannafélagsins Gnýfara.

Bæjarráð samþykkir drögin og felur deildarstjóra að senda UÍF drögin til kynningar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 556. fundur - 15.05.2018

Drög að nýjum samstarfssamningi við Hestamannafélagið Gnýfara voru send félaginu.

Bæjarráð samþykkir að styrkupphæðin verði hækkuð um 100.000 kr. og verði samtals 1.200.000 kr. á samningstímabilinu en samningurinn er gerður til tveggja ára.

Bæjarráð samþykkir viðauka nr.3/2018 að upphæð kr. 100.000. við deild 06810 og lykil 9291 og að honum sé mætt með lækkun á handbæru fé og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarstjórnar.