Samstarfssamningur Fjallabyggðar og Hestamannafélagsins Glæsir

Málsnúmer 1804130

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 554. fundur - 02.05.2018

Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðsu-, frístunda- og menningarmála sat undir þessum lið.

Lögð fram drög að nýjum samstarfssamningi Fjallabyggðar og Hestamannafélagsins Glæsis.

Bæjarráð samþykkir drögin og felur deildarstjóra að senda UÍF drögin til kynningar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 556. fundur - 15.05.2018

Drög að nýjum samstarfssamningi við Hestamannafélagið Glæsi voru send félaginu. Gerð er athugasemd við styrkupphæð og óskað eftir því að hún verði hækkuð.

Bæjarráð samþykkir að styrkupphæðin verði hækkuð um 100.000 kr. og verði samtals 1.200.000 kr. á samningstímabilinu en samningurinn er gerður til tveggja ára.

Bæjarráð samþykkir viðauka nr.3/2018 að upphæð kr. 100.000. við deild 06810 og lykil 9291 og að honum sé mætt með lækkun á handbæru fé og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarstjórnar.