Sorporkustöð

Málsnúmer 1805030

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 556. fundur - 15.05.2018

Lögð fram skýrsla Braga Más Valgeirssonar, Júlíusar Sólnes og Stefáns Guðsteinssonar um sorporku og hugmynd að sorporkustöð í Ísafirði eða Bolungarvík. Safna mætti sorpi saman í pressugámum og opnum gámum á lykilstöðum meðfram strönd Íslands og síðan yrði það flutt í eina stóra sorporkustöð, þar sem því yrði fargað og umbreytt í hita- og raforku.

Bæjarráð óskar eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 557. fundur - 22.05.2018

Á fundi bæjarráðs þann 15. maí sl. var lögð fram skýrsla Braga Más Valgeirssonar, Júlíusar Sólnes og Stefáns Guðsteinssonar um sorporku og hugmynd að sorporkustöð í Ísafirði eða Bolungarvík. Óskað var eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar.

Í umsögn deildarstjóra kemur fram að Fjallabyggð hafi nú flokkað sorp í níu ár og urðað sé um 45-48% af heimilissorpi á Sölvabakka. Kostnaður við urðunina er um 16 milljónir á ári og telur deildarstjóri að hægt væri að lækka þann kostnað með tilkomu sorporkustöðvar. Áhugavert væri að skoða hvort aðstæður séu til þess að reisa slíkt mannvirki á Norðurlandi.

Málið verður tekið upp á stjórnarfundi Eyþings.