Bæjarstjórn Fjallabyggðar

227. fundur 08. mars 2023 kl. 16:43 - 19:03 í Tjarnarborg Aðalgötu 13 Ólafsfirði
Nefndarmenn
 • S. Guðrún Hauksdóttir forseti bæjarstjórnar, D-lista
 • Tómas Atli Einarsson bæjarfulltrúi, D lista
 • Helgi Jóhannsson bæjarfulltrúi, H lista
 • Guðjón M. Ólafsson bæjarfulltrúi, A lista
 • Sæbjörg Ágústsdóttir bæjarfulltrúi, A lista
 • Þorgeir Bjarnason bæjarfulltrúi, H lista
 • Arnar Þór Stefánsson bæjarfulltrúi, A lista
Starfsmenn
 • Sigríður Ingvarsdóttir bæjarstjóri
 • Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Fundargerð ritaði: Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Forseti bæjarstjórnar bar upp tillögu um breytinga á dagskrá fundarins, á þann veg að taka fyrir mál 2301071 - Græn skref SSNE sem 5. lið fundarins.
Það var samþykkt með 7 greiddum atkvæðum

1.Græn skref SSNE

Málsnúmer 2301071Vakta málsnúmer

Kristín Helga Schiöth verkefnastjóri hjá Samtökum sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) kom á fund bæjarstjórnar til þess að kynna verkefnið Græn skref SSNE.
Samþykkt
Bæjarstjórn þakkar Kristínu Helgu Schiöth fyrir góða kynningu. Bæjarstjórn samþykkir að hefja vegferðina og taka þátt í Grænum skrefum SSNE. Bæjarstjóra og deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála falið að leggja fyrir bæjarráð tillögu að ramma fyrir þátttöku Fjallabyggðar í verkefninu.

Samþykkt með 7 atkvæðum.

2.Bæjarráð Fjallabyggðar - 778. fundur - 14. febrúar 2023.

Málsnúmer 2302001FVakta málsnúmer

Fundargerð bæjarráðs er í 19 liðum.

Til afgreiðslu eru liðir 5, 6, 7, 8, 9, 13 og 14.

Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.

Enginn tók til máls.
 • 2.5 2201057 Sundlaug Ólafsfirði, framkvæmdir á útsvæði
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 778. fundur - 14. febrúar 2023. Bæjarráð þakkar deildarstjóra tæknideildar fyrir minnisblaðið og samþykkir framlagðan viðauka fyrir sitt leyti og vísar honum til afgreiðslu í bæjarstjórn. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðarins, "Sundlaug Ólafsfirði, framkvæmdir á útisvæði".
  Samþykkt samhljóða.
 • 2.6 2302026 Endurnýjun íbúðar á sambýlinu, Lindargötu 2
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 778. fundur - 14. febrúar 2023. Bæjarráð þakkar deildarstjórum tækni- og félagsmáladeildar fyrir minnisblaðið. Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka fyrir sitt leyti og vísar honum til afgreiðslu í bæjarstjórn. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðarins, "Endurnýjun íbúðar við Lindargötu 2".
  Samþykkt samhljóða.
 • 2.7 2301025 Rekstrarsamningur Síldarminjasafns Íslands 2023-2026
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 778. fundur - 14. febrúar 2023. Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við drögin og felur bæjarstjóra að undirrita samninginn fyrir hönd Fjallabyggðar. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
 • 2.8 2301037 Umsókn um lóð - Sjávargata 2 Ólafsfirði
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 778. fundur - 14. febrúar 2023. Bæjarráð samþykkir úthlutun lóðar við Sjávargötu 2. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
 • 2.9 2302021 Reglur Fjallabyggðar um tónlistarnám utan lögheimilissveitarfélags
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 778. fundur - 14. febrúar 2023. Bæjarráð þakkar deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála fyrir minnisblaðið og vísar reglunum til afgreiðslu í bæjarstjórn. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðarins, "Reglur Fjallabyggðar um tónlistarnám utan lögheimilis sveitarfélags".
  Samþykkt samhljóða.
 • 2.13 2211068 Tilnefning fulltrúa í vatnasvæðanefnd
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 778. fundur - 14. febrúar 2023. Bæjarráð samþykkir að tilnefna Arnar Þór Stefánsson sem aðalmann Fjallbyggðar í nefndinni. Íris Stefánsdóttir er tilnefnd sem varamaður. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
 • 2.14 2301049 Beiðni um leyfi til að halda vélsleðamót
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 778. fundur - 14. febrúar 2023. Bæjarráð samþykkir beiðni vélsleðafélagsins um að halda annað mót á sunnudeginum 19. febrúar og óskar þeim góðs gengis. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.

3.Bæjarráð Fjallabyggðar - 779. fundur - 21. febrúar 2023.

Málsnúmer 2302005FVakta málsnúmer

Fundargerð bæjarráðs er í 10 liðum.

Til afgreiðslu eru liðir 1, 2, 3, 4, og 8.

Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.

Enginn tók til máls.
 • 3.1 2301046 Húsnæðisáætlun 2023
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 779. fundur - 21. febrúar 2023. Lagt fram til kynningar. Bæjarráð beinir því til deildarstjóra tæknideildar og bæjarstjóra að koma ábendingum bæjarráðs um að taka þurfi tillit til mikils fjölda frístundahúsa í sveitarfélaginu þegar kemur að áætluninni. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
 • 3.2 2104020 Starfsemi fræðslustofnana í Fjallabyggð m.t.t. fræðslustefnu Fjallabyggðar
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 779. fundur - 21. febrúar 2023. Bæjarráð þakkar deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála og skólastjóra grunnskólans fyrir góðar umræður á fundinum. Málinu er vísað til afgreiðslu í bæjarstjórn. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðarins, "Starfsemi fræðslustofnana í Fjallabyggð m.t.t. fræðslustefnu Fjallabyggðar".
  Samþykkt samhljóða.
 • 3.3 2302047 Innleiðing á OneLandRobot
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 779. fundur - 21. febrúar 2023. Bæjarráð samþykkir viðaukann fyrir sitt leyti og vísar honum til afgreiðslu bæjarstjórnar. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðarins, "Innleiðing á OneLandRobot".
  Samþykkt samhljóða.
 • 3.4 2302039 Geislatæki á Hvanneyrarlind
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 779. fundur - 21. febrúar 2023. Bæjarráð samþykkir viðaukann fyrir sitt leyti og vísar honum til afgreiðslu bæjarstjórnar. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðarins, "Geislatæki á Hvanneyrarlind".
  Samþykkt samhljóða.
 • 3.8 2109046 Frekari undirbúningar að Líforkuveri - viljayfirlýsing
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 779. fundur - 21. febrúar 2023. Bæjarráð samþykkir áframhaldandi þátttöku Fjallabyggðar í verkefninu. Bæjarstjóra falið að undirrita viljayfirlýsinguna f.h. sveitarfélagsins. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.

4.Bæjarráð Fjallabyggðar - 780. fundur - 28. febrúar 2023.

Málsnúmer 2302008FVakta málsnúmer

Fundargerð bæjarráðs er í 11 liðum.

Til afgreiðslu eru liðir 1, 2, 3, 4, og 5.

Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.

Guðjón M. Ólafsson, S. Guðrún Hauksdóttir, Arnar Þór Stefánsson og Sigríður Ingvarsdóttir tóku til máls undir 3. lið fundargerðarinnar.
 • 4.1 2211098 Ástandsmat á Hlíðarvegi 45
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 780. fundur - 28. febrúar 2023. Bæjarráð samþykkir að taka tilboði VSÓ í ástandsmat á ytra og innra byrði fasteignarinnar. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
 • 4.2 2301061 Verðtilboð í ræstingu í Leikskóla Fjallabyggðar Leikhóla Ólafsfirði
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 780. fundur - 28. febrúar 2023. Eftirfarandi tilboð bárust:
  Rúnar Friðriksson og Karl Ragnar Freysteinsson kr. 11.623.603,-
  Keyrum ehf. kr. 10.294.612,-

  Bæjarráð samþykkir að taka tilboði Keyrum ehf.
  Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
 • 4.3 2301035 Trilludagar 2023
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 780. fundur - 28. febrúar 2023. Bæjarráð þakkar deildarstjóra og menningarfulltrúa fyrir minnisblaðið. Bæjarráð heimilar fyrir sitt leyti að leitað verði leiða til þess að útvista hátíðinni til áhugasamra aðila. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
 • 4.4 1902049 Afnot Skotfélags Ólafsfjarðar af svæði í kjallararými Ægisgötu 13
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 780. fundur - 28. febrúar 2023. Fyrir liggur samþykki leigutaka fyrir afnotum skotfélagsins á húsnæðinu. Bæjarráð heimilar fyrir sitt leyti afnot af svæði í kjallara Ægisgötu 13. Bæjarráð brýnir fyrir skotfélaginu að leyfis- og öryggismál séu alfarið á þeirra ábyrgð sem notenda. Bæjarstjóra falið að ganga frá málinu. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
 • 4.5 2302058 Umsókn um leyfi fyrir rekstri á stöðvalausri deilileigu fyrir rafskútur í Fjallabyggð
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 780. fundur - 28. febrúar 2023. Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við samstarfsyfirlýsinguna og felur bæjarstjóra að undirrita hana fyrir hönd sveitarfélagsins. Bæjarráð ítrekar að sveitarfélagið er ekki að taka sér á hendur neinar skyldur né ábyrgð á rekstri eða öryggismálum Hopp. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.

5.Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 121. fundur - 13. febrúar 2023.

Málsnúmer 2302003FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í þremur liðum sem þarfnast ekki afgreiðslu bæjarstjórnar.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

Enginn tók til máls.

6.Stýrihópur Heilsueflandi samfélags - 25. fundur - 16. febrúar 2023.

Málsnúmer 2301012FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í þremur liðum sem þarfnast ekki afgreiðslu bæjarstjórnar.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

Enginn tók til máls.

7.Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 135. fundur - 22. febrúar 2023.

Málsnúmer 2302006FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í átta liðum sem þarfnast ekki afgreiðslu bæjarstjórnar.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

Enginn tók til máls.

8.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 295. fundur - 1. mars 2023.

Málsnúmer 2302004FVakta málsnúmer

Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar er í 15 liðum.

Til afgreiðslu eru liðir 3, 7, 8, 10, og 12.

Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.

Enginn tók til máls.
 • 8.3 2302072 Óveruleg breyting á deiliskipulagi malarvallarins
  Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 295. fundur - 1. mars 2023. Erindi samþykkt. Breytingin verður afgreidd í samræmi við 3.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr.123/2010 þar sem breytingin er óveruleg og varðar ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og lóðarhafa. Vísað til staðfestingar bæjarstjórnar. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu.
 • 8.7 2302044 Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - Laugarvegur 18 Siglufirði
  Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 295. fundur - 1. mars 2023. Erindi samþykkt. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu.
 • 8.8 2302071 Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - Hvanneyrarbraut 54-56
  Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 295. fundur - 1. mars 2023. Erindi samþykkt. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu.
 • 8.10 2302049 Umsókn um lóð - Eyrargata 13 Siglufirði
  Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 295. fundur - 1. mars 2023. Í 5.gr. reglna um úthlutun lóða í Fjallabyggð kemur fram að heimilt sé að úthluta lóð á óskipulögðu svæði þar sem áður hafa staðið hús ef stærð og yfirbragð nýrra húsa er í samræmi við aðliggjandi byggð. Þar sem ekki stendur til að byggja nýtt hús á tilgreindri lóð sér nefndin sér ekki fært að verða við þessari beiðni. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu.
 • 8.12 2302041 Lagning bíla við Laugarveg 8-16
  Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 295. fundur - 1. mars 2023. Nefndin þakkar fyrir ábendinguna en sér sér ekki fært að verða við erindinu. Umferðarskilti á Laugarvegi eru í samræmi við umferðaröryggisáætlun sveitarfélagsins þar með talið skilti sem staðsett er við suðurenda Laugarvegar, B21.11 sem bannar lagningu ökutækja meðfram gangstétt. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu.

9.Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 96. fundur - 2. mars 2023.

Málsnúmer 2302011FVakta málsnúmer

Fundargerð markaðs- og menningarnefndar er í fimm liðum.

Til afgreiðslu eru liðir 2 og 3.

Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.
 • 9.2 2202080 Úttekt á Samfélagsmiðlum Fjallabyggðar og tillögur.
  Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 96. fundur - 2. mars 2023. Markaðs- og menningarnefnd hefur yfirfarið tillögur úr skýrslu sem unnin var eftir úttekt á samfélagsmiðlum Fjallabyggðar árið 2021. Margar af tillögunum eru þegar komnar í virkni, öðrum er fyrirkomið í drögum að samfélagsmiðlastefnu Fjallabyggðar. Nefndin samþykkir drög að samfélagsmiðlastefnu Fjallabyggðar fyrir sitt leyti og vísar til umfjöllunar í bæjarráði. Einnig felur nefndin markaðs- og menningarfulltrúa og deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að gera grein fyrir stöðu hverrar tillögu fyrir sig og leggja til kynningar fyrir bæjarráð ásamt stefnunni. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu.
 • 9.3 2301035 Trilludagar 2023
  Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 96. fundur - 2. mars 2023. Markaðs- og menningarnefnd fjallaði um tillögu markaðs- og menningarfulltrúa og deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála um möguleika á að útvista umsjón með Trilludögum 2023. Nefndin telur tímann of nauman til að auglýsa eftir umsjónaraðila fyrir komandi sumar, þar sem það tekur nýjan umsjónaraðila tíma að ná utan um verkefnið, tengjast samstarfsaðilum og viða að sér aðföngum o.s.frv. En nefndin leggur til að farið verði í auglýsingu á útvistun Trilludaga fyrir árið 2024 sem fyrst. Bókun fundar Bæjarstjórn þakkar markaðs- og menningarnefnd fyrir þessa ábendingu og beinir því til deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að tekið verði tillit til þessarar ábendingar og áhyggja nefndarinnar þegar kostir útvistunar eru skoðaðir.

10.Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 144. fundur - 3. mars 2023.

Málsnúmer 2302010FVakta málsnúmer

Fundargerð félagsmálanefndar er í fjórum liðum.

Til afgreiðslu er dagskrárliður 1.

Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.

Sigríður Ingvarsdóttir, S. Guðrún Hauksdóttir, Sæbjörg Ágústsdóttir, Guðjón M. Ólafsson og Helgi Jóhannsson tóku til máls.
 • 10.1 2302079 Takmarkanir á tóbaksreykingum í Skálarhlíð
  Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 144. fundur - 3. mars 2023. Félagsmálanefnd leggur til við bæjarráð að gerð verði breyting á 7. lið húsreglna Skálarhlíðar, sem er svo hljóðandi: ,, Reykingar eru ekki heimilar í sameiginlegu rými Skálarhlíðar".
  Breytingartillagan er svo hljóðandi: ,,Reykingar eru stranglega bannaðar inn í íbúðum og í sameiginlegu rými Skálarhlíðar".
  Auk þess er lagt til breytingar á 1. lið, "Sérstaklega skal gæta að húsfriði milli klukkan 22:00 og 07:00". Var 23:00 og 07.00. Við bætist 12. liður: 12. "Ef ágreiningur verður varðandi ofangreint verður send áminning sem er undanfari riftunar".
  Bókun fundar Bæjarstjórn beinir því til deildarstjóra félagsmáladeildar að huga að hvort hægt sé að koma upp aðstöðu fyrir reykingafólk samhliða því sem bannið tekur gildi. Bæjarstjórn samþykkir einnig með 7 atkvæðum að reykingabannið nái til allra stofnana á vegum sveitarfélagsins.

11.Sundlaug Ólafsfirði, framkvæmdir á útisvæði

Málsnúmer 2201057Vakta málsnúmer

Visað frá 778. fundi bæjarráðs frá 14. febrúar sl. til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Lagt fram minnisblað deildarstjóra tæknideildar ásamt útfærðum viðauka við fjárhagsáætlun 2023 vegna framkvæmda á útisvæði við sundlaugina á Ólafsfirði.

Guðjón M. Ólafsson tók til máls.
Samþykkt
Bæjarstjórn samþykkir framlagðan viðauka við fjárhagsáætlun 2023 með 7 atkvæðum.

12.Endurnýjun íbúðar við Lindargötu 2

Málsnúmer 2302026Vakta málsnúmer

Visað frá 778. fundi bæjarráðs frá 14. febrúar sl. til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Lagt fram minnisblað deildarstjóra tæknideildar og félagsmáladeildar ásamt útfærðum viðauka við fjárhagsáætlun 2023 vegna endurbóta á íbúð, í íbúakjarna, við Lindargötu 2, Siglufirði.

Enginn tók til máls.
Samþykkt
Bæjarstjórn samþykkir framlagðan viðauka við fjárhagsáætlun 2023 með 7 atkvæðum.

13.Reglur Fjallabyggðar um tónlistarnám utan lögheimilis sveitarfélags

Málsnúmer 2302021Vakta málsnúmer

Vísað frá 778. fundi bæjarráðs frá 14. febrúar sl. til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Lögð fram drög að reglum Fjallabyggðar um tónlistarnám utan lögheimilis sveitarfélags.

Guðjón M. Ólafsson tók til máls.
Samþykkt
Bæjarstjórn samþykkir reglur um tónlistarnám utan lögheimilis sveitarfélags með 7 atkvæðum.

14.Starfsemi fræðslustofnana í Fjallabyggð m.t.t. fræðslustefnu Fjallabyggðar

Málsnúmer 2104020Vakta málsnúmer

Vísað frá 779. fundi bæjarráðs frá 21. febrúar sl. til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Á 121. fundi fræðslu- og frístundanefndar þann 13. febrúar síðastliðinn óskaði nefndin eftir að athugasemdir og áhyggjur sem henni hafði borist í tölvupósti frá kennurum Grunnskóla Fjallabyggðar, við Tjarnarstíg Ólafsfirði, varðandi flutning skólastarfs 5. bekkjar yfir í starfsstöðina í Ólafsfirði áður en viðbygging væri tilbúin, yrði komið á framfæri við bæjarráð.

Lögð fram minnisblöð deildarstjóra fræðslu-, frístunda og menningarmála, dags. 13.01.2023 og 23.02.2023. Athugasemdir kennara við Grunnskóla Fjallabyggðar við Norðurgötu einnig lagðar fram.

Tómas Atli Einarsson, Guðjón M. Ólafsson, S. Guðrún Hauksdóttir, Helgi Jóhannsson, Sigríður Ingvarsdóttir og Arnar Þór Stefánsson tóku til máls.
Samþykkt
Bæjarstjórn Fjallabyggðar þakkar starfsfólki við Tjarnarstíg og Norðurgötu fyrir ábendingar þeirra. Því er beint til bæjarstjóra að hér eftir verði tryggt að fullt samráð verði haft við starfsfólk, foreldra og nemendur við sameiningu miðstigs grunnskólans. Bæjarstjórn samþykkir með 6 atkvæðum að kennslufyrirkomulag miðstigs grunnskólans verði óbreytt næsta skólaár.
Tómas Atli Einarsson yfirgaf fundinn að erindi sínu loknu, áður en greidd voru atkvæði.

15.Innleiðing á OneLandRobot

Málsnúmer 2302047Vakta málsnúmer

Visað frá 779. fundi bæjarráðs frá 21. febrúar sl. til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Lagður fram útfærður viðauki nr. 5 við fjárhagsáætlun 2023. Í viðaukanum er gert ráð fyrir kaupum og innleiðingu á OneLandRobot, sem er ný útgáfa hugbúnaðarlausnar frá One sem vinnur alfarið á rafrænum samskiptum milli viðkomandi sveitarfélags og umsækjenda byggingaráforma og byggingarleyfa, hönnuða, byggingarstjóra og iðnmeistara. Með viðaukanum eru fjárheimildir mfl./deild 09510-4346 (Hugbúnaðarleiga) auknar um kr. 2.100.000 sem mætt verður með lækkun á handbæru fé.

Arnar Þór Stefánsson tók til máls.
Samþykkt
Bæjarstjórn samþykkir framlagðan viðauka við fjárhagsáætlun 2023 með 6 atkvæðum.

16.Geislatæki á Hvanneyrarlind

Málsnúmer 2302039Vakta málsnúmer

Visað frá 779. fundi bæjarráðs frá 21. febrúar sl. til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Lagt fram minnisblað deildarstjóra tæknideildar vegna verkefnisins "Geislatæki á Hvanneyrarlind".

Einnig lagður fram útfærður viðauki nr. 6 við fjárhagsáætlun 2023, þar sem fjárheimildir verkefnisins á fjárfestingaáætlun 2023 eru auknar um kr. 2.500.000.
Fjárfestingin verður eignfærð og mætt með lækkun á handbæru fé.

Enginn tók til máls.
Samþykkt
Bæjarstjórn samþykkir framlagðan viðauka við fjárhagsáætlun 2023 með 6 atkvæðum.

17.Hönnun á fuglaskoðunarskýlum við Eyjafjörð

Málsnúmer 2302057Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað deildarstjóra fræðslu-, frístunda og menningarmála, dags. 22.03.2023 um hönnun fuglaskoðunarskýla í Fjallabyggð, ásamt kynningarefninu "Birding Iceland".

Fjallabyggð er aðili að sameiginlegri umsókn um styrk í Uppbyggingasjóði Norðurlands eystra (SSNE) vegna hönnunar fuglaskoðunarhúsa á Eyjafjarðarsvæðinu. Styrkur fékkst úr sjóðnum í verkefnið. Samstarfsaðilar verkefnisins á Eyjafjarðarsvæðinu eru ásamt Fjallabyggð, Akureyrarbær og Hörgársveit.

Með verkefninu verður ferðamennska í tengslum við fuglaskoðun á Norðurlandi styrkt. Á undanförnum árum hafa nokkur fuglaskoðunarskýli risið á Norðurlandi og hefur það þegar skilað auknum áhuga á þessari tegund ferðamennsku, sem er mjög vaxandi á landsvísu.

Sótt var um styrk að upphæð kr. 2.850.000. Því miður fékkst eingöngu styrkur að upphæð kr. 1.500.000.- Gert er ráð fyrir að hlutur sveitarfélaga sé kr. 250.000.- fyrir hönnuninni.

Sigríður Ingvarsdóttir, Helgi Jóhannsson, Arnar Þór Stefánsson, S. Guðrún Hauksdóttir og Guðjón M. Ólafsson tóku til máls.
Samþykkt
Bæjarstjórn samþykkir með 6 atkvæðum að taka þátt í verkefninu Hönnun á fuglaskoðunarskýlum.

Fundi slitið - kl. 19:03.